Jólin, liðið ár og það nýja

Jólin á Apollo art

Það fer óðum að styttast í jólin. Apollo art er eins árs og eru þetta því önnur jólin okkar frá stofnun. Við tókum saman stuttan annál ásamt hugmyndum og góðum upplýsingum fyrir jólin.

Jólin á Apollo art

Það fer óðum að styttast í jólin. Apollo er eins árs og eru þetta því önnur jólin okkar frá stofnun. Við tókum saman stuttan annál ásamt hugmyndum og góðum upplýsingum fyrir jólin.

Jólin á Apollo art

Það fer óðum að styttast í jólin. Apollo er eins árs og eru þetta því önnur jólin okkar frá stofnun. Við tókum saman stuttan annál ásamt hugmyndum og góðum upplýsingum fyrir jólin.

Þakklæti efst í huga

Við viljum þakka fyrir frábærar viðtökur sem fóru fram úr öllum okkar væntingum. Það er orðið deginum ljósara að þörf var á stafrænum vettvangi sem þessum fyrir íslenska myndlist og þá sérstaklega í þessum skæða faraldri. Þá erum við einstaklega þakklát fyrir alla þá listamenn sem voru tilbúnir að taka þetta stökk með okkur. Árið hefur svo sannarlega borið margt í skauti sér og bíðum við spennt eftir næsta ári.

150+

Listamenn

Hjá Apollo art komast því miður ekki allir listamenn að sem vilja. Við erum þó ótrúlega stolt að fá að aðstoða þá listamenn sem uppfylltu inngönguskilyrðin og hafa geta nýtt sér tækifærið í að koma sér og sinni list betur á framfæri.

Apollo art hefur aðstoðað, sýnt og selt verk frá yfir 150 þekktum og efnilegum íslenskum listamönnum.


700+

Verk á ný heimili

Stefna og markmið Apollo art hefur alltaf verið skýr. Að koma íslenskum listamönnum og þeirra list betur á framfæri sem og að auðvelda leitina að fullkomna verkinu með því að brúa bilið á milli listunnenda og listamanna.

Á þessum stutta tíma hafa yfir 700 listaverk fundið sér ný heimili í gegnum Apollo art.


64%

Beint af vefnum

Þrátt fyrir frábærar móttökur á heimamátun og skoðun selst meirihluti listaverka beint af vefnum. Enda ábyrgist Apollo art ánægju með 14 daga skilarétti og fullri endurgreiðslu.

64% af listaverkum seljast beint af vefnum án þess að viðskiptavinir skoði þau.


40+

Bæjarfélög

Apollo art er að breyta því hvernig listaverk eru skoðuð, keypt og seld. Listamenn Apollo art koma frá öllum landshornum og viðskiptavinir einnig.  

Listamenn Apollo art hafa sent listaverk á ný heimili í yfir 40 bæjarfélögum á Íslandi.

Apollo art og Kraftur

Andvirði allra seldra gjafabréfa fram að jólum munu renna óskert til Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.
 
Þetta málefni er okkur afar kært og viljum við leggja okkar af mörkum til að styðja við félagið og þakka þeim í verki fyrir þeirra magnaða starf.
 
Gefðu einstaka gjöf þar sem viðkomandi velur úr þúsundum íslenskra listaverka og styrktu í leiðinni frábært málefni.
 
Falleg og einstök gjöf sem að gefur áfram.
 
Lífið er núna!

Jólagjafalistinn

Jólagjafalistinn

Jólagjafalistinn

Gefðu ástvinum, eða jafnvel sjálfum þér, einstakt listaverk sem stendur tímans tönn, möguleg fjárfesting sem hækkar í verði og vertu á sama tíma viss um að enginn gefi það sama og þú.

Jólagjafalisti Apollo art var settur saman á þann hátt að verk voru m.a. valin út frá vinsældum og óskalista viðskiptavina með gjafahugmyndir í huga. Allar jólagjafir fá framlengdan skilafrest til 6. janúar n.k.

Skoðaðu verk eftir litum jólanna

Jólin, liðið ár og það nýja

Apollo art er mögulega stærsta stafræna gallerí í heiminum fyrir íslensk listaverk, þar sem að yfir 150 þekktir og efnilegir íslenskir listamenn sýna og selja listina sína. Apollo art býður upp á fjölbreytt úrval af myndlist, m.a. málverk, ljósmyndir og vatnslitaverk.

Við erum alltaf að leita leiða til þess að betrumbæta upplifun viðskiptavina á Apollo art. Þótt að Apollo art sé stafrænt listagallerí vildum við auka persónuleg samskipti og betrumbæta upplifun viðskiptavina. Í byrjun árs fórum við í gang með ókeypis þjónustu sem sló heldur betur í gegn og köllum við hana “Heimamátun eða skoðun”. Fyrr á árinu settum við einnig upp loforð til viðskiptavina Apollo art sem er að "Við ábyrgjumst ánægju". Við framfylgjum því með 14 daga skilarétti og fullri endurgreiðslu.

Yfir árið hefur vefurinn tekið miklum breytingum og mun svo sannarlega halda því áfram þar sem við leitum sífellt leiða til þess að auka þægindi og auðvelda leitina að fullkomna verkinu. Til að mynda er nú hægt að auðvelda og stytta leitina enn meira en áður. Einhverjum finnst þæginlegt að vafra á milli listamanna eða þá að skoða og fara í gegnum bæði flokkana "öll verk" og "ný verk". Með ítarlegri leit er hægt að flokka og skoða eftir m.a. stærð, lögun, verðbili, stíl, þema, tækni, lit og staðsetningu listamanns.

Við munum halda stefnu okkar áfram í að brúa bilið á milli listunnenda og listamanna. Árið 2022 er ár sem við hlökkum mikið til, enda margir spennandi hlutir í vændum hjá Apollo art. Við viljum enda skrifin á þakklæti, rétt eins og þau byrjuðu. Takk fyrir að fylgjast með og hafa áhuga á íslenskri list, innilegar þakkir til þeirra sem sjá sér fært um að kaupa gjafabréf til styrktar Krafti, takk fyrir að lesa og takk fyrir viðskiptin á árinu.

Opnunartími Apollo art yfir hátíðarnar er óbreyttur, en það verður auðvitað alltaf hægt að fá innblástur, skoða og kaupa verk alla daga. Ef þörf er á heimsendingu fyrir jólagjöfum mælum við með að klára þær jólagjafir tímanlega og horfa til staðsetningu listamanns. Við minnum einnig á framlengdan skilafrest á jólagjöfum til 6. janúar.

Gleðileg jól.

Tími til jóla

00
:
00
:
00
:
00
You have successfully subscribed!
This email has been registered