Hollráð - 7 ástæður fyrir því að fjárfesta í málverki

7 ástæður fyrir því að fjárfesta í málverki

Prentverk og plaköt eru frábær og, í flestum tilfellum, ódýr leið til að skreyta heimilið. Að því sögðu er eitthvað sérstætt við það að safna fyrir og kaupa einstakt málverk. Ef þú hefur ekki enn fjárfest í málverki en hefur verið að íhuga það þá tókum við saman sjö ástæður fyrir því af hverju þú ættir að taka skrefið.


Stuðningur við listamenn

Listamenn eyða ógrynni tíma í listsköpun sína og það getur verið strembið að ná athygli listunnenda. Hvað þá þegar að fjöldaframleidd prentverk eru tekin inn í jöfnuna. Það veitir því kaupendum góða tilfinningu að vita af því að fjárfesting þeirra styður við listamenn.


Málverk eru áþreifanleg

Hvort sem málað er á striga, við, karton eða pappír þá hafa öll málverk einhvers konar áþreifanleika og áferð sem aðskilur þau frá annars konar verkum.

"Landrit V" eftir Kristberg Ó. Pétursson


Einungis eitt eintak

Það er mjög verðmætt að eiga listaverk sem enginn annar á. Málverk eru alveg einstök og getur því kaupandi gengið út frá því að enginn annar eigi samskonar verk.


Handgerð verk

Málverk eru handgerð af listamanni og sýna handbragð hans, tilfinningar, ástríðu og eru þar af leiðandi einstök. Handgert er gæðastimpill umfram fjöldaframleiðslu.

"Surtsey - lambagras og blálilja" eftir Þórunni Báru Björnsdóttir


Hús að heimili

Þeir þekkja það sem hafa átt málverk í einhver ár að þau verða fljótt hluti af heimilinu. Þau gefa rýminu fallegt yfirbragð og hlýlega stemmningu.

"SÆR" eftir Unni Guðný


Brennidepill herbergis

Málverk kalla á athygli og verða gjarnan brennidepill herbergis. Málverk mun því alltaf hafa mikil áhrif á heildarmynd og stemmningu herbergisins sem það er í.

"Pieta" eftir Nino Lavili


Að vera sýningarstjóri þíns einkagallerís er skemmtileg afþreying!

Hvort sem þú ert hrifnari af abstrakt verkum, landslagsverkum, fígúratífum verkum eða kýst að blanda mörgum stílum saman þá er fátt skemmtilegra en að setja upp þitt eigið "gallerí" á heimilinu.

"Margt býr í Gálgahrauni" eftir Guðmund Karl Ásbjörnsson og "Jump" eftir Tinnu Halldórsdóttir


You have successfully subscribed!
This email has been registered