Seldu þína list til listunnenda um allan heim

Byrja að selja

Af hverju að selja á Apollo art?

Apollo art hóf rekstur 1. október 2020 og er fyrsta og stærsta listagallerí sinnar tegundar á Íslandi. Við bjóðum upp á nýja og spennandi valkosti þegar kemur að því að fjárfesta í list ásamt því að bjóða upp á nýja nálgun á því hvernig listin er skoðuð, sýnd og seld.

Þú einbeitir þér að þinni listsköpun, við sjáum um rest.
Apollo art er í nánu samstarfi við auglýsingastofu og er mikil áhersla lögð á að brúa bilið á milli listamanna og listunnenda með stafrænum auglýsingum og notendavænum vef. Þar að auki bjóðum við upp á hraða og lausnamiðaða þjónustu sem og faglega ráðgjöf. Apollo art styður við bakið á sínum listamönnum með einlægum áhuga á því að koma þeim á framfæri.

Ummæli listamanna Apollo art

Skoða listamann
“Ég hef aldrei selt jafn mikið af verkum á stuttum tíma eins og eftir að ég gekk til liðs við Apollo art. Megnið af sölunni fer síðan til listafólksins, sem er mjög einstakt í íslensku listasenunni. Svo eru þau mjög hjálpleg og almennileg í þokkabót og virðast hafa einlægan áhuga á því að koma okkur listafólkinu á framfæri."
Sigurður Angantýsson
Skoða listamann
“Ég tók þá ákvörðun að prófa Apollo art og sé ég ekki eftir því. Það hefur auðveldað mér að koma verkum mínum fyrir sjónir annarra.”
Björk Tryggvadóttir
Skoða listamann
“Þar sem ég bý út á landi finnst mér ég hafa fengið nýjan markhóp og er ég ánægð með viðtökurnar og hópur þeirra sem fylgjast með mér hefur bara stækkað.”
Jóna Bergdal
Skoða listamann
“Samstarf mitt með Apollo art hófst árið 2020. Skuldbinding þeirra og fagleg nálgun í viðskiptum listaverka víkkaði markhóp minn verulega og stuðlaði að aukinni vitund á mér og mínum verkum.”
Dorota Golinska
Skoða listamann
“Í mínum huga skapar Apollo art listamönnum og listunnendum dýrmætt tækifæri og gott svigrúm til að kynnast á nýjum sjóndeildarhring íslenskrar myndlistar sem áður var óþekktur. Mín reynsla af þjónustu Apollo art er undantekningarlaust frábær, hnit- og lausnamiðuð. Starfsfólk Apollo art hefur það að leiðarljósi að bæði viðskiptavinir og listamenn séu ánægðir.”
Unnur Guðný
Skoða listamann
“Mín upplifun á Apollo art er einungis jákvæð. Mér fannst hugmyndin sniðug og eitthvað sem klárlega vantaði í íslenska myndlist. Allt ferli er mjög auðvelt og notendavænt og þeir sem hafa umsjón með síðunni eru fljótir að svara og allir af vilja gerðir þegar kemur að þjónustu og að hjálpa manni að koma sínum verkum betur á framfæri.”
Ágúst Bjarklind
Skoða listamann
“Apollo art er frábær vettvangur fyrir listamenn til að koma sér á framfæri og auka sýnileika. Hér áður þurfti ég að hafa fyrir því að koma mínum verkum á framfæri. Eftir komu Apollo art hafa verkin mín selst í meira mæli en áður og þarf ég ekki að gera neitt nema mála.”
Kaja Þrastardóttir
Skoða listamann
“Mér finnst alveg meiriháttar að fólk geti á einum og sama staðnum virt fyrir sér fjölda ólíkra listamanna og verk þeirra. Þrátt fyrir að Apollo art sé netgallerí er þjónustan fagleg og afar persónuleg.”
Birgir Rafn Friðriksson
Skoða listamann
“Öll samskipti við Apollo art eru gagnsæ og mjög fagleg og er vefurinn mikið og gott framlag til að efla íslenska list.”
Þórunn Bára Björnsdóttir
Skoða listamann
“Ég get í rólegheitum einbeitt mér að því að skapa mína list, vitandi að verkin mín verða séð og metin af listunnendum þökk sé Apollo art. Starfsmennirnir eru mjög virðingafullir og skilningsríkir og öll viðskipti ganga smurt. Ég er mjög þakklát fyrir samstarfið við Apollo art.”
Nino Lavili
Apolloart
Apolloart
Við notum vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum
You have successfully subscribed!
This email has been registered