The best view comes after the hardest climb
Stærð: 100x140 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Fjöllin geta minnt okkur á að allar áskoranir, stórar sem smáar, eiga það sameiginlegt að þurfa þrautseigju og trú á eigin getu. Þetta verk fangar augnablikið þegar þú stendur á toppnum eftir erfitt ferðalag, með hjartað fullt af stolti og þér finnst þú hafa sigrað heiminn. Það er áminning um að jafnvel þegar leiðin er brött, þá bíður eitthvað stórkostlegt á hinum endanum."
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.

Snædís Högnadóttir
Snædís Högnadóttir eða SOGNA er fædd í Vestmannaeyjum en uppalin í Kópavogi. Hún kemur af listamannafjölskyldu og hefur listin alltaf verið í henni. Sem barn teiknaði hún mikið, málaði, skrifaði ljóð og sögur og hannaði föt. Þegar sköpunarhæfileikum er ekki sinnt mun þörfin alltaf brjótast fram á einhverjum tímapunkti í lífi listamannsins og hefur Snædís farið aftur í að rækta sköpunarhæfileikana.
Snædís sækir innblástur úr litum og fegurð náttúrunnar, úr fjöllunum, lífsreynslunni og tilfinningum. Náttúran er stórkostlega mögnuð og vill hún skapa verk sem hver og einn getur tengt við á sinn hátt. . . Lesa meira