Sighvatur er fæddur í Reykjavík 1959. Hann var sóknarprestur í Húsavíkursókn í rúma þrjá áratugi og hefur þjónað sem prestur í Hafnarfjarðarkirkju síðan 2020. Hann sótti myndlistarnámskeið á Húsavík 1996 og haustnámskeið á Akureyri sama ár. Leiðbeinandi var Örn Ingi Gíslason sem hvatti nemendur sína til að láta vaða á strigann. Sighvatur hefur síðan um árabil stundað myndlist í frístundum og málað einkum með olíulitum og akrýl litum. Verkfærin hafa verið penslar, hnífar, tuskur og guðs gafflarnir, - fingurnir.
Sighvatur var formaður Myndlistaklúbbs Húsavíkur sem stóð fyrir nokkrum helgarnámskeiðum þar sem Soffía Sæmundsdóttir kenndi. . . Lesa meira
Sighvatur er fæddur í Reykjavík 1959. Hann var sóknarprestur í Húsavíkursókn í rúma þrjá áratugi og hefur þjónað sem prestur í Hafnarfjarðarkirkju síðan 2020. Hann sótti myndlistarnámskeið á Húsavík 1996 og haustnámskeið á Akureyri sama ár. Leiðbeinandi var Örn Ingi Gíslason sem hvatti nemendur sína til að láta vaða á strigann. Sighvatur hefur síðan um árabil stundað myndlist í frístundum og málað einkum með olíulitum og akrýl litum. Verkfærin hafa verið penslar, hnífar, tuskur og guðs gafflarnir, - fingurnir.
Sighvatur var formaður Myndlistaklúbbs Húsavíkur sem stóð fyrir nokkrum helgarnámskeiðum þar sem Soffía Sæmundsdóttir kenndi meðal annarra. Litapaletta Sighvats breyttist í kjölfarið. Gráminn í verkunum hvarf fyrir ferskum og fallegum litum sem vekja gleði umfram allt. Hann stundaði nám við Myndlistaskóla Kópavogs í frjálsri málun og blandaðri tækni 2019-2024 hjá Sigtryggi Bjarna Baldvinssyni, Ingimar Waage og Söru Vilbergsdóttur. Þá hefur hann sótt námskeið í vatnslitun á vegum Vatnslitafélags Íslands.
Viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt enda margt sem heillar augað. Litapaletta Skaparans er undursamleg eins og hún blasir við á hverri árstíð fyrir sig. Í upphafi lagði Sighvatur fyrir sig að mála fallega náttúru Íslands á striga. Undanfarið hefur hann málað fígúrutífar myndir þar sem geometrísk form ber við augu. Hringformið heillar hann líka því að það býður upp á mýkt og fegurð sem fær áhorfandann til að líða vel í sál og sinni. Sighvatur situr í stjórn Myndlistafélagsins Litku og hefur tekið þátt í samsýningum á vegum þess á undanförnum árum, nú síðast á göngum Kringlunnar í febrúar 2026. Hann hefur sýnt þrisvar sem gestalistamaður í Art 67 Gallerý og einu sinni í Art Gallery 101 á Laugavegi í Reykjavík. Hann ber listamannsnafnið Litahvati að tillögu gervigreindarinnar.
Samsýningar:
1996-2011: Samsýningar á Húsavík og á Dalvík.
2012: Haustsýning Félags Frístundamálara, Ráðhúsi Reykjavíkur.
2013: Haustsýning Félags frístundamálara, Ráðhúsi Reykjavíkur.
Einkasýningar:
2012: Safnahúsið á Húsavík.
2012: Gallery Oyggin, Suðurey, Færeyjum.
2020: Seltjarnarneskirkja.
2021 - 2024 Hafnarfjarðarkirkja - Gallerí Ljósbrot.
2025 Seltjarnarneskirkja

Sýna minna