Sighvatur Karlsson
Sighvatur Karlsson
Sighvatur er fæddur í Reykjavík 1959. Hann var sóknarprestur í Húsavíkursókn í rúma þrjá áratugi og hefur þjónað sem prestur í Hafnarfjarðarkirkju síðan 2020. Hann sótti myndlistarnámskeið á Húsavík 1996 og haustnámskeið á Akureyri sama ár. Leiðbeinandi var Örn Ingi Gíslason sem hvatti nemendur sína til að láta vaða á strigann. Sighvatur hefur síðan um árabil stundað myndlist í frístundum og málað einkum með olíulitum og akrýl litum. Verkfærin hafa verið penslar, hnífar, tuskur og guðs gafflarnir, - fingurnir.
Sighvatur var formaður Myndlistaklúbbs Húsavíkur sem stóð fyrir nokkrum helgarnámskeiðum þar sem Soffía Sæmundsdóttir kenndi. . . Lesa meira
Hringekja þríhyrningsins
Stærð: 100x100 cm.
Tækni: Olía á striga.
"Máluð undir áhrifum frá Guðmundu Andrésdóttur, einum af frumherjum málaralistar hér á landi á öndverðri 20. öld."
180.000 kr
Bergnumin
Stærð: 100x80 cm.
Tækni: Olía á striga.
Máluð eftir ljósmynd af brúðhjónum við Nauthúsagilsfoss á suðurlandi.
190.000 kr
He got the whole world in his hands
Stærð: 100x100 cm.
Tækni: Olía á striga.
Málað 2022.
Titill lagsins, og verksins, hóf að hljóma í eyrum listamanns þegar hann hófst handa við þessar hringmyndanir á striganum.
160.000 kr
Náttúran
Stærð: 40x80 cm.
Tækni: Klippimynd á striga.
Þetta verk er fyrsta klippimynd listamanns sem hann vann undir handleiðslu Söru Vilbergsdóttur í Myndlistaskóla Kópavogs.
85.000 kr
Umvafin/n
Stærð: 100x100 cm.
Tækni: Olía á striga.
Hugmyndin á bak við verkið er sú að glasið táknar manneskjuna. Hulin hönd heldur á könnunni og úr henni streymir ást og kærleikur sem umvefur manneskjuna allar stundir.
135.000 kr