ÞOR
Stærð: 200x150 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"ÞOR er hugrekkið sem knýr einstaklinginn áfram í átt að ókunnum slóðum, þar sem hvert skref getur verið það fyrsta á nýrri og vegferð. Að sýna ÞOR til að taka fyrsta skrefið krefst ekki aðeins styrkleika heldur einnig trúar á sjálfan sig og þá möguleika sem lífið hefur upp á að bjóða. Við sköpum okkar eigið örlagaspil með því að halda áfram og mæta áskorunum heimsins. Með ÞOR í farteskinu verður hver dagur ævintýri, þar sem möguleikarnir eru endalausir.
ÞOR er stækkað brot úr Öræfajökli."
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.
Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.