Guðrún Hreinsdóttir er fædd og uppalin í Garðabæ. Hún bjó og starfaði yfir áratug í Noregi sem læknir en er nú aftur búsett í sínum heimabæ.
Náttúran er alltaf hið hvetjandi afl í listsköpun Guðrúnar og segir hún að íslensk náttúra er endalaus innblástur í sköpunarþörfina og vatnslitunin eins konar íhugun og endurnæring. Vatnslitirnir hafa sinn eigin karakter og spila sitt eigið hlutverk í listsköpuninni. Vatnslitirnir eru fallegir, einfaldir og krefjandi allt í senn og tónarnir eru mildir og gefa myndunum ákveðna ró og fegurð og því mjög notalegir ekki síst til að prýða heimili og vistarverur.
Lesa meira
Guðrún Hreinsdóttir er fædd og uppalin í Garðabæ. Hún bjó og starfaði yfir áratug í Noregi sem læknir en er nú aftur búsett í sínum heimabæ.
Náttúran er alltaf hið hvetjandi afl í listsköpun Guðrúnar og segir hún að íslensk náttúra er endalaus innblástur í sköpunarþörfina og vatnslitunin eins konar íhugun og endurnæring. Vatnslitirnir hafa sinn eigin karakter og spila sitt eigið hlutverk í listsköpuninni. Vatnslitirnir eru fallegir, einfaldir og krefjandi allt í senn og tónarnir eru mildir og gefa myndunum ákveðna ró og fegurð og því mjög notalegir ekki síst til að prýða heimili og vistarverur.
Guðrún hefur sótt fjölmörg námskeið í teikningu, vatnslitamálun og olíumálun og leirlist í Myndlistarskóla Kópavogs og Myndlistarskólanum í Reykjavík. Einnig hefur hún sótt námskeið hjá íslenskum og erlendum vatnslitamálurum bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis og haldið samsýningar með Þóru Einarsdóttur og Björk Tryggvadóttur bæði hér á landi og í Finnlandi. Hún hefur einnig verið virkur þátttakandi í Grósku félagi myndlistarmanna í Garðabæ, í Vatnslitafélagi Íslands og í Nordisk akvarell selskap og sýnt á vegum allra þessara félaga bæði hér heima og á erlendri grund.
Helstu sýningar
2011: Being a GP in the Nordic Countries, Tromsö.
2015: Sýning EWC, fulltrúi NAS á Íslandi.
2016: Vinabæjarmít Norrænafélagsins, Jakobstad í Finnlandi.
2017: "Connections",, alþjóðleg vatnslitasýning í Norræna húsinu í Reykjavík ásamt 72 málurum Norræna vatnslitafélagsins og Royal Watercolor society of Wales.
2018: Listasalur Mosfellsbæjar, einkasýning.
2018: Gallerí Fold, "Leiðangur", samsýning Grósku.
2019: Gallerí Göng í Háteigskirkju.
2019: Haustsýning Grósku.
2019-2020: Y Gaer safnið Brecon í Wales, NAS og Royal Watercolor society.
2020: "Andstæður", Vatnslitafélags Íslands, Listasalur Mosfellsbæjar.
Sýna minna