Hollráð - Að fjárfesta í og safna myndlist

Fjárfesta í og safna myndlist

Að fjárfesta í listaverki er í raun jafn auðvelt og að versla aðrar vörur á netinu. Listaverk getur verið keypt til að fegra heimilið, gjöf fyrir ástvin eða til að lífga upp á vinnustað. Það eru til listaverk á öllum verðbilum og fjárfestingin þarf ekki að vera kostnaðarsöm.

Hvar skal byrja?

Við hjá Apollo art höfum gert það að okkar markmiði að koma íslensku listafólki á framfæri. Samhliða því viljum við auðvelda listunnendum ferlið að kaupa listaverk sem hreyfir við þeim.

Til að byrja ferlið höfum við útlistað hvernig er best að nýta sér vefsíðuna til að finna fullkomna listaverkið fyrir þig ásamt því hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að því að velja verk. Þú getur lesið þig til um það með því að smella á hnappinn hér að neðan.


Hvers vegna að safna listaverkum?

Í árþúsundir hafa menn safnað listaverkum af mismunandi ástæðum. Líf okkar auðgast með fallegum og örvandi verkum, hvort sem þeim sé komið fyrir á heimilinu eða í öðrum rýmum. Margir vilja styðja við sköpunarhæfileika listamanna og auka þátttöku sína í listrænum, pólitískum eða menningarlegum samtölum síns tíma. Flestir finna fyrir sterkri tilfinningalegri tengingu við verkin sem þeir kaupa. Aðrir kaupa list í þeirri von um að verkin hækki í verði með tímanum.

Þó er það eitt sem sameinar alla listsafnara, óháð því sem var nefnt hér að ofan, en það er löngunin til að uppgötva list sem hreyfir við þeim.

Hvort sem þú ert að leitast eftir því að lífga upp á veggi heimilisins, að taka þátt í menningarlegum eða pólitískum samtölum, varðveita tímamót eða minningu eða að fjárfesta í verki með von um framtíðar ávöxtun, þá er Apollo art vefgáttin að mörg þúsund verkum eftir þekkta og efnilega myndlistarmenn.


Leita að verki eftir stíl

Auðveld leið til að finna verk sem hreyfir við þér er að finna út hvaða stíl þér líkar við.
Hér fyrir neðan getur þú skoðað nokkra vinsæla stíla til að koma þér af stað.

Expressjónismi

Listamenn sem mála í expressjónískum stíl leitast við að túlka huglægar tilfinningar frekar en hlutdrægan raunveruleika og reyna að vekja viðbrögð við hlutum og atburðum hjá áhorfendum. Fjölmargir listamenn á Apollo art mála expressjónísk verk og því úrvalið mikið.

Landslag

Landslagsverk geta verið öllu leyti úr ímyndunarafli listamanns eða beint eða óbeint afrit af náttúrunni. Landslagsverk eru einkum vinsæl á Íslandi, að miklu leyti vegna þeirrar fallegu náttúru sem við búum við. Á Apollo art er fjölbreytt úrval landslagsverka af íslenskri náttúru sem og landslagsverk úr hugarheimi listamanna.

Abstract

Abstract list er list sem eltist ekki við það að túlka nákvæma lýsingu af veruleikanum heldur notast þess í stað við lögun, liti og form til þess að ná fram áhrifum. Á Apollo art er finna mikinn fjölda fallegra abstract verka og er það vinsælasti stíllinn um þessar mundir.

Fígúratíf

Grundvöllur fígúratífs listar er raunhæfi, það er endursköpun listamanns á persónu eða hlut sem táknar þeirra sýn á fyrirbærinu. Fígúratíf list er tæknilega séð list af hvaða formi sem er sem lýsir raunverulegri lífsímynd. Eitt helsta einkenni fígúratífs listar er hæfileiki hennar til að tákna raunverulegt viðfangsefni og menningarleg gildi þeirra tíma þegar verkið var skapað.


Læra um list sem hreyfir við þér

Ein leið til að læra um og fylgjast með því sem er að gerast í myndlistarheiminum hér á landi er að skrá sig á póstlista Apollo art. Með því að skrá þig á póstlistann færðu reglulega tölvupóst um ný verk í sölu frá þekktum og efnilegum listamönnum á Íslandi og tilkynningar um upprennandi listamenn sem eru með verk sín til sölu hjá Apollo art, viðtöl við listamenn og annað efni sem tengist myndlist. Þú getur skráð þig á póstlistann neðst á þessari síðu. Þá getur þú einnig lesið þig til um list á öðrum miðlum, sótt listasýningar listamanna og útskriftarsýningar listaháskóla.


Listamenn Apollo art

Á Apollo art getur þú fundið verk frá rúmlega hundrað þekktum og efnilegum listamönnum.


Ákvarða ráðstöfunarfé

Á seinustu árum hefur landslag listaheimsins breyst töluvert, þá sérstaklega með tilkomu gallería á netinu sem hefur gert list aðgengilegri fyrir listunnendur um allan heim. Þó svo að list sé ekki lengur í einkaeign safna eða efnaðra listsafnara þá er skynsamlegt fyrir kaupendur að ákvarða ráðstöfunarfé áður en leitin að fullkomna verkinu hefst.

Þegar þú ert búin/n að ákveða upphæð er best að halda sér við þá tölu. Byrjaðu á því að skoða hvaða verk eru fáanleg á því verðbili sem þú ert búin/n að setja þér. Gott er að hafa í huga að stærri verk eru oftar en ekki dýrari og því getur verið gott að byrja á því að safna minni verkum.

Ef þú ert að hugsa um að fjárfesta í ljósmynd eða verki sem er unnið á pappír þarf að gera ráð fyrir innrömmun, en hún getur oft verið stór hluti af verðinu, sé verkið ekki afhent innrammað. Á Apollo art pössum við upp á að taka fram allar upplýsingar um undirlag verka svo það sé skýrt hvort kaupandi þurfi að gera ráð fyrir ramma eða ekki.

Undir 100.000 kr.

100.000 - 200.000 kr.

200.000 - 500.000 kr.

Yfir 500.000 kr.

Við notum vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum
You have successfully subscribed!
This email has been registered