Um Apollo art
Okkar markmið
Brúum bilið á milli listunnenda og listamanna
Apollo art er leiðandi stafrænt listagallerí sem hefur það einfalda markmið að brúa bilið á milli listunnenda og listamanna. Með það markmið að leiðarljósi höfum við unnið hörðum höndum að því að auðvelda listunnendum að fjárfesta í listaverkum, skapað vettvang fyrir þekkta og efnilega listamenn að sýna verk sín og skapað samfélag þar sem listunnendur og listamenn geta tengst og stundað viðskipti.
Sagan okkar
Apollo art var stofnað í október árið 2020 af félögunum þeim Ellerti Lárussyni, núverandi framkvæmdastjóra, og Pétri Jónssyni. Hugmyndin spratt upp við leit að listaverki sem gekk brösulega og fundu þeir að hvergi var notendavænn og öruggur vettvangur til að kaupa íslenska myndlist á netinu.
Apollo art hefur náð mikilli fótfestu á íslenskum markaði á skömmum tíma og staðið undir eftirspurn með miklu og fjölbreyttu úrvali listaverka. Apollo art teymið samanstendur af metnaðarfullum einstaklingum sem hafa mismunandi bakgrunn í viðskipta- og markaðsfræðum eða listfræðum en deila allir sama áhuga á íslenskri list.
Með yfir 1.000 sölur á skömmum tíma getum við með öryggi sagt að eftirspurn eftir slíkum lausnum, sem Apollo art býður upp á í listaverka kaupum, sé til staðar. Við höfum lagt grunninn að nýjum tímum í viðskiptum listaverka og munum við ótrauð halda markmiði okkar áfram á komandi tímum.
Apollo art hefur náð mikilli fótfestu á íslenskum markaði á skömmum tíma og staðið undir eftirspurn með miklu og fjölbreyttu úrvali listaverka. Apollo art teymið samanstendur af metnaðarfullum einstaklingum sem hafa mismunandi bakgrunn í viðskipta- og markaðsfræðum eða listfræðum en deila allir sama áhuga á íslenskri list.
Með yfir 1.000 sölur á skömmum tíma getum við með öryggi sagt að eftirspurn eftir slíkum lausnum, sem Apollo art býður upp á í listaverka kaupum, sé til staðar. Við höfum lagt grunninn að nýjum tímum í viðskiptum listaverka og munum við ótrauð halda markmiði okkar áfram á komandi tímum.
Listræn stefna
Allir listamenn sem sýna verk sín á Apollo art eru valdnir út frá reynslu, þekkingu og vinsældum. Við höfum trú á og erum stolt af öllum okkar hæfileikaríku listamönnum.
Listamenn fá góða umfjöllun um sig og sína listsköpun með persónulegri kynningarsíðu þar sem saga, ferill og afrek eru listuð upp.
Öll verk eru sett upp af vargætni þar sem vandað er til verka. Allar upplýsingar um verk eru skráðar og gæði mynda eru sett í fyrsta sæti. Verk eru einnig sett upp á vefnum í umhverfi til þess að stærð fari ekki á milli mála. Þannig göngum við úr skugga að verkið sé eins og búist var við, þegar það fæst afhent.
Listamenn fá góða umfjöllun um sig og sína listsköpun með persónulegri kynningarsíðu þar sem saga, ferill og afrek eru listuð upp.
Öll verk eru sett upp af vargætni þar sem vandað er til verka. Allar upplýsingar um verk eru skráðar og gæði mynda eru sett í fyrsta sæti. Verk eru einnig sett upp á vefnum í umhverfi til þess að stærð fari ekki á milli mála. Þannig göngum við úr skugga að verkið sé eins og búist var við, þegar það fæst afhent.