Okkar markmið

Brúum bilið á milli listunnenda og listamanna

Apollo art er leiðandi stafrænt listagallerí sem hefur það einfalda markmið að brúa bilið á milli listunnenda og listamanna. Með það markmið að leiðarljósi höfum við unnið hörðum höndum að því að auðvelda listunnendum að fjárfesta í listaverkum, skapað vettvang fyrir þekkta og efnilega listamenn að sýna verk sín og skapað samfélag þar sem listunnendur og listamenn geta tengst og stundað viðskipti.

Fyrir listunnendur

Með þúsundir verka eftir um 130 listamenn að velja úr, ábyrgjumst við að þú getir fundið verk sem höfðar til þín. Með ókeypis heimamátun og skoðun, sem og 14 daga skilafresti er einfalt að komast að því hvort verkið sem þú ert með augastað á sé hið rétta verk fyrir þig og þitt heimili.


Skoða úrvalið

Fyrir listamenn

Samfélag listamanna Apollo art samanstendur af um 130 hæfileikaríkum einstaklingum. Með því að sýna verkin þín á Apollo art munt þú ná til stærri markhóps, getur stundað örugg viðskipti á verkum þínum og fengið persónulega þjónustu, á sama tíma og þú greiðir lægri söluþóknun en gengur og gerist hér á landi.

Sækja um sem listamaður

Sagan okkar

Apollo art var stofnað í október árið 2020 af félögunum þeim Ellerti Lárussyni, núverandi framkvæmdastjóra, og Pétri Jónssyni. Hugmyndin spratt upp við leit að listaverki sem gekk brösulega og fundu þeir að hvergi var notendavænn og öruggur vettvangur til að kaupa íslenska myndlist á netinu.

Apollo art hefur náð mikilli fótfestu á íslenskum markaði á skömmum tíma og staðið undir eftirspurn með miklu og fjölbreyttu úrvali listaverka. Apollo art teymið samanstendur af metnaðarfullum einstaklingum sem hafa mismunandi bakgrunn í viðskipta- og markaðsfræðum eða listfræðum en deila allir sama áhuga á íslenskri list.

Með yfir 1.000 sölur á skömmum tíma getum við með öryggi sagt að eftirspurn eftir slíkum lausnum, sem Apollo art býður upp á í listaverka kaupum, sé til staðar. Við höfum lagt grunninn að nýjum tímum í viðskiptum listaverka og munum við ótrauð halda markmiði okkar áfram á komandi tímum.

Listræn stefna

Allir listamenn sem sýna verk sín á Apollo art eru valdnir út frá reynslu, þekkingu og vinsældum. Við höfum trú á og erum stolt af öllum okkar hæfileikaríku listamönnum.

Listamenn fá góða umfjöllun um sig og sína listsköpun með persónulegri kynningarsíðu þar sem saga, ferill og afrek eru listuð upp.

Öll verk eru sett upp af vargætni þar sem vandað er til verka. Allar upplýsingar um verk eru skráðar og gæði mynda eru sett í fyrsta sæti. Verk eru einnig sett upp á vefnum í umhverfi til þess að stærð fari ekki á milli mála. Þannig göngum við úr skugga að verkið sé eins og búist var við, þegar það fæst afhent.

Þjónusta

Við veitum sérsniðna og ókeypis ráðgjöf fyrir heimili, bjóðum upp á ýmsar fyrirtækjalausnir sem og aðstoð við sérpantanir.

Ráðgjöf

Við aðstoðum þig við að uppgötva og fjárfesta í listaverkum sem falla að þínum stíl, rými og fjárhag.

Skoða

Fyrirtækjalausnir

Apollo art býður upp á heildarlausnir fyrir þig og þitt fyrirtæki á betri kjörum. Sérsniðnar lausnir, persónuleg þjónusta og tilboðsgerð fyrir þínar þarfir.

Skoða

Sérpantanir

Við aðstoðum þig við að koma þinni hugmynd í framkvæmd. Við tökum saman upplýsingar, finnum listamann fyrir þig og komum verkinu í sköpun.

Skoða

Umfjallanir og viðtöl

Við notum vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum
You have successfully subscribed!
This email has been registered