Hér fyrir neðan eru algengar spurningar og svör við þeim. Ef það er eitthvað annað, vinsamlegast hafðu samband við art@apolloart.is
Að sjálfsögðu!
Listamaður afhendir verkið sjálfur eða nýtir sér sendingarþjónustu.
Sendingarkostnaður miðast við stærðina á verkinu.
Nákvæma upphæð sérðu í körfunni áður en þú gengur frá kaupum.
Áður en þú gengur frá kaupum þá þarftu að velja afhendingarmáta. Þar sérð þú í hvaða landshluta listamaðurinn er staðsettur.
Eftir kaup færðu nákvæmari upplýsingar frá listamanni hvar þú getur sótt verkið.
Við bjóðum upp á nokkrar greiðsluleiðir. Viðskiptavinir borga eins og þeim þykir þæginlegast.

- Kort (Visa, Mastercard)
- Netgíró
- Aur
- Pei
- Bankamillifærslu
Listamaður afhendir eða nýtir sér sendingarþjónustu til að koma verkinu til þín.
Allir okkar listamenn eru á samning hjá okkur og fá ekki greitt fyrr en verkið þitt er komið. Þannig ábyrgjumst við að verkið endi á réttum stað.
Það fer alfarið eftir afhendingarmáta.

Ef þú valdir að sækja verkið er það oftar en ekki afhent samdægurs eða daginn eftir. Listamaður hefur samband við þig við fyrsta tækifæri og þið ákveðið tíma sem hentar best..
Ef þú valdir heimsendingu þá fer það eftir staðsetningu listamanns gagnhvart staðsetningunni þinni. Listamaður á einnig eftir að pakka verkinu inn.
Venjulegir afhendingartímar póstsins gilda eftir að verkið er komið til þeirra.
Öll listaverk eru vel innpökkuð af listamönnum, en slys geta auðvitað gerst. Ef verkið er skemmt við afhendingu þá viljum við biðja þig um að hafa samband við listamanninn og hann gefur þér leiðbeiningar út frá því.

Sjá skilmála fyrir frekari upplýsingar.
Við erum viss um að það gerist ekki. Myndlistaverk líta mun betur út í alvörunni heldur en á skjánnum.

Hinsvegar, ef ástarsaga þín við eitthvað ákveðið verk endar ekki vel, skilaðu því og við aðstoðum þig við að finna verk sem hentar betur.

Sjá skilmála fyrir frekari upplýsingar.
Já, auðvitað. Undir hverju verki á vefnum er takki að umsókn. Þar velur þú heimamátun eða skoðun og sendir það inn. Listamaður hefur svo samband við fyrsta tækifæri. Engin skuldbinding og þér að kostnaðarlausu.

Verk hafa farið á milli landshluta í heimamátun en ef listamaður er ekki í sama landshluta og þú, getur verið að það gangi ekki upp.
Öll málverk á apollo art eru frumgerðir og því er aðeins eitt eintak til.

Ljósmyndir og eftirprent eru í takmörkuðu upplagi. Upplag er misjafnt eftir verkum og hægt er að sjá nákvæmt upplag undir hverju verki.
Já. Við bjóðum upp á gjafabréf í sölu.

Við getum sérhannað það fyrir þig með nafninu þínu og nafninu hjá þeim sem fær það. Við getum einnig bætt inn persónulegum skilaboðum.

Smelltu hér fyrir gjafabréf
Við notum vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum
You have successfully subscribed!