VINÁTTUBÖND
Stærð: 120x150 cm.
Tækni: Olía, akrýl og paste á striga.
"VINÁTTUBÖND er tákn um eilífa vináttu. Í næturhúminu standa tveir tindar þétt saman.
VINÁTTUBÖND þeirra hafa staðist tíma og rúm og þeir deila sögum af endalausum sumarnóttum og svörtustu stormum. Þeir eru skilyrðislaust skjól fyrir hvorn annan, vinir sem standa saman gegn náttúruöflum og veður harðindum lífsins. Í dögun, horfa þeir á heiminn vakna til lífs, óhræddir, með fullvissu og trausti til hvors annars takast þeir á við heiminn og það sem örlögin færa."
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.

Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.