Tilfinningasjór
Stærð: 40x30 cm.
Tækni: Blönduð tækni á striga.
Tilfinningum er gjarnan líkt við öldur. Sumar vagga okkur blítt en aðrar eru eins og brotsjór sem skellur harkalega á okkur. Vænlegast er að taka á móti þeim tilfinningum sem við finnum fyrir og leyfa þeim að sitja með okkur í stað þess að bæla þær niður. Þegar við gerum það þurfum við að heyra hvíslið innra með okkur, við heyrum í tilfinningunum og þeim skilaboðum sem þær bera.
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.
Kristín Berta
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira