RÖKKURSTUND
Stærð: 120x180 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Þegar rökkvar og kvöldkyrrðin færist yfir, höfum við tækifæri til að íhuga daginn sem er að líða. Við RÖKKURSTUND, leitar hugurinn yfir farin veg, dagsverkið, brosin, verkefnin, og tengslin sem gáfu lífinu tilfinningu og merkingu. Þetta er tími þakklætis, fyrir þau tækifæri og áskoranir sem við mættum, og samverustundir sem við upplifðum. Rökkrið minnir á að þótt deginum halli mun nýr dagur rísa, fullur af vonum og nýjum ævintýrum. Með hjartað fyllt þakklæti hvílumst við, endurnærumst og vöknum á ný, reiðubúin að mæta nýjum áskorunum morgundagsins."
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.
Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.