KYRRÐARSTRAUMAR
Stærð: 50x118 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Þegar himinn mætir jökli og jökull svörtum sandi, leika KYRRÐARSTRAUMAR náttúrunnar á jaðri tilverunnar. Í þessum fundi ríkir hin dýpsta ró, þar sem himininn faðmar jökulinn og sveipar hann með mildum ljóma. Skeiðarárjökull teygir sig niður í svartan sandinn sem er svo óendanlegur. Þetta er óður náttúrunnar til kyrrðarinnar. Kyrrðin skapar brú á milli heima, þar sem hver eining lætur af eigin veruleika til að sameinast."
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.

Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.