Í grænni lautu
Stærð: 40x30 cm.
50x40 cm í kartoni.
Tækni: Akrýl og blek á 300g heitpressaðan vatnslitapappír.
"Birta er innblástur þessa verks. Að fylgjast með hvernig gróðurinn verður bústinn á vorin, kraumandi af lífi og teygir sig í átt til sólar er magnað. Fræ og knúppar, sprotar og blómstur halla sér að næstu veru sem jafnvel vefur sig utan um stönglana því plöntur styðja oft hver aðra til vaxtar. Hjarta okkar hlýnar."
Ath: Selst ekki í ramma.
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.

Sigrún Ása Sigmarsdóttir
Sigrún Ása, fædd 1957, er Kópavogsbúi og þar er vinnustofa hennar. Auk þess að vera ljóðskáld hefur hún sótt námskeið í myndlist undir leiðsögn ýmissa kennara og er félagi í Vatnslitafélagi Íslands.
Pappír og vatn eru í aðalhlutverki og skapa sviðið fyrir liti. Rauði þráðurinn í verkunum er náttúruleg form, oft með vísun í lífrænan plöntuheim. Hið smágerða og fínlega er kallað fram með sterkum litum og áferð. Pappírinn sjálfur og spennandi yfirborð hans kveikir hugmyndir, ásamt flæðandi eiginleikum vatnslitanna sem blandast frjálsir á fletinum. Strigi er líka notaður og blönduð tækni. Verkin eru lagskipt þar sem pastel, akrýl,. . . Lesa meira