Hringrás
Stærð: 60x60 cm.
64x64 cm í hvítum flotramma.
Tækni: Akrýl á striga.
Verkið Hringrás er hluti af sýningu listakonunnar sem haldin var 17. september 2022 og bar titilinn Blómstur í djúpri sorg - Lífið er bjart ljós og skuggar.
Verkið kemur innrammað í handsmíðaðan flotramma. Eiginmaður listakonunnar, Hörður Sveinson, húsasmiður smíðaði ramman.
Málverkinu fylgir eftirfarandi texti:
Laufin vaxa ekki öll á sama tíma.
Þau falla ekki öll á sama tíma.
Ætli laufin sem hanga fram í október ,
sakni þeirra sem féllu í lok ágúst?
Hringrásin svo falleg.
Laufin sem falla.
Sameinast jörðu
og birtast í hverju nýju blómstri.
Megir þú finna fegurðina í hringrás lífsins
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.
Kristín Berta
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira