Bjartari dagar
Stærð: 45x45 cm.
49x49 cm í hvítum flotramma.
Tækni: Akrýl á striga.
Kristín Berta hefur alltaf verið heilluð af því hvernig orð og myndir tala saman og finnst henni gjarnan sem málverkin hafi sögu að segja eða þau komi með einhver skilaboð.
Þessu málverki fylgir eftirfarandi texti:
Bjartari dagar
Er það ekki dásemdin ein?
Þegar morgunsólin laumar sér inn í daginn
eftir snjóþungan vetur?
Himininn gylltur og fullur af von,
um bjartari daga.
Megi birta fylla daga þína
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.
Kristín Berta
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira