Arthur Ragnarsson er fæddur á Siglufirði árið 1958 og lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1981. Arthur flutti til útlanda að námi loknu en býr nú og starfar að mestu í Svíþjóð. Hann hefur einnig vinnuaðstöðu bæði í Finnlandi og hér á Íslandi sem hann nýtir góðan hluta úr ári.
Myndlistin er líflína Arthurs að uppruna sínum, menningarsögu og náttúru. Viðfangsefnið spinnst bæði um líkamleg tengsl við umhverfið sem og um huglægt samband og minningar. Í verkum sínum er listamaðurinn að leitast eftir samkennd og heimkynnum í samfélagi sem er orðið honum nær ókunnugt. Listamaðurinn finnur fegurðina að. . . Lesa meira
Arthur Ragnarsson er fæddur á Siglufirði árið 1958 og lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1981. Arthur flutti til útlanda að námi loknu en býr nú og starfar að mestu í Svíþjóð. Hann hefur einnig vinnuaðstöðu bæði í Finnlandi og hér á Íslandi sem hann nýtir góðan hluta úr ári.
Myndlistin er líflína Arthurs að uppruna sínum, menningarsögu og náttúru. Viðfangsefnið spinnst bæði um líkamleg tengsl við umhverfið sem og um huglægt samband og minningar. Í verkum sínum er listamaðurinn að leitast eftir samkennd og heimkynnum í samfélagi sem er orðið honum nær ókunnugt. Listamaðurinn finnur fegurðina að baki hversdagslífsins þar sem hann þróar með sér hugarfar og vinnubrögð sem hlýða undirmeðvitundinni. Arthur horfir út fyrir sína eigin reynslu og lætur sér stjórnast af tilviljanakenndri leikni frekar en að stefna að fyrir fram gefnum árangri. Þar falla lögmál um sig sjálf og hæfileika þrýtur. Á þessari leið á milli drauma og veruleika er Arthur nemandinn þar sem vinnuferlið sjálft er kennarinn.
Arthur vinnur með völdum galleríum í Þýskalandi, á Íslandi, í Svíþjóð og í Finnlandi. Þekktasta verk listamannsins hér á landi er skúlptúrinn Síldarstúlkan sem stendur á bryggju við Síldarminjasafnið á Siglufirði. Listaverkið, sem var meðal annars fjármagnað með stuðningi frá ríkisstjórn Íslands, var afhjúpað af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í júlí árið 2023.
Myndlist Arthurs Ragnarssonar þekkist augljóslega á línuteikningunni í forgrunni. Arthur hefur þróað með sér aðferð að myndlistinni sem gerir verk hans frábrugðin flest öllu sem sést á myndlistarsviðinu. Aðferðina má rekja til súrrealistanna sem gerðu tilraunir með að ná undirmeðvitundinni gegnum ósjálfráðar teikningar á sínum tíma. Ósjálfráð teikning er frábrugðin öðrum teikningsaðferðum að því leiti að maður veit ekki fyrir fram hvað teiknast upp fyrr en að loknu verki. Áherslan er á innri umbreytinguna sem teikniferlið framkallar. Teikningin verður sjálfsprottin og gefur huganum svigrúm til að anda, kanna hömlulaust og fylgja uppgötvunarferlinu.
Arthur leggur strigann á gólfið og kemur sér í ákveðið hugarástand. Vinnuferlið fylgir ákveðnum farvegi og þar gerist ýmislegt á þeirri leið. Línuteikningin lýsir gegnsæi hugans og er háð líkamlegum áherslum og tilfinningalegum hrynjanda. Litirnir koma tærir úr íslensku loftslagi og náttúru. Í verkum listamannsins sjást litir báta og skipa, hafnarumhverfið og siglingamerki. En það er líka margt á sveimi í myndunum, einhvers konar hreyfing sem náttúrulegt ástand.
Valdar einkasýningar
2025 29 maj -26 júní, SÍM Gallery, Reykjavik Iceland.
2024 Mjólkurbúðin, Akureyri Iceland.
2022 SÍM Gallery, Reykjavik Iceland.
2021 Makers Gallery, Vasa Finland.
2019 Vuotalo Gallery Helsinki Finland.
2018 Gjutars Artist House, Helsinki Finland.
Valdar samsýningar
2025 Torg Listamessa, Reykjavik Iceland.
2025 Akureyri Art Museum, Iceland.
2024 Torg Listamessa, Reykjavík Iceland.
2024 Gumbostrand Kulturcenter Finland.
2024 Gallery Hamnamagasinet, Varberg Sweden.
2024 Galleri Backlund, Göteborg Sweden
2023 Gumbostrand Kulturcenter Finland.
2023 Gjutars Artist House, Helsinki, Finland
2022 Produzenten Galerie Plan-d, Düsseldorf Germany.
2022 Gumbostrand Kulturcenter Finland.
2021 Fabriken Nya, Göteborg Sweden.
2021 Produzenten Galerie Plan-d, Düsseldorf Germany.
2021 Galleri K, Vantaa Finland.
2020 Galleri Backlund, Göteborg, Sweden.
2019 Produzenten Galerie Plan.d, Düsseldorf Germany.
2019 Galleri K, Vantaa Finland.
2018 Produzenten Galerie Plan.d, Düsseldorf Germany.
2018 Galleri Backlund, Göteborg, Sweden.A
Opinber eiga
Svíþjóð: Region Halland. Västra Götalands regionen. Tjörns kommun. Chalmers tekniska högskola. Pharmacia AB.
Danmörk: Aabenraa kommune Danmark.
Þýskaland: Landeshauptstadt Düsseldorf.
Ísland: Búnaðarbanki Íslands. Landsbanki Íslands. Icelandair. Verslunarhúsið Reykjavík. Siglingamálastofnun ríkisins. Reykjavíkurhöfn.
Valdir styrkir
2022 Taiteen Edistämiskeskus/Arts Promotion Centre Finland
2021 Konstnärsnämnden/The Swedish Art Grants Committee
2021 Taiteen Edistämiskeskus/Arts Promotion Centre Finland
2020 Konstnärsnämnden/The Swedish Art Grants Committee

Sýna minna