LJÓSGLÓÐ
Stærð: 120x150 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"LJÓSGLÓÐ á hafi, lýsir upp leiðina okkar heim og flytur von til þeirra sem eru á ferð. Þegar sólin speglast á haffletinum, lýsir hann gylltu ljósi og skapar glóð á yfirborði vatnsins er eins og hún vilji benda á það bjarta í náttúrunni og lífinu. Hafið, þetta óendanlega djúpbláa undur, verður að skínandi áminningu um að í öllum aðstæðum má finna það bjarta þar sem LJÓSGLÓÐ veitir bæði von, frið og mildi."
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.
Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.