GÆFA
Stærð: 120x150 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"GÆFA er eins og mjúkt ljós sem fellur yfir lífið — stundum hulin skýjum, en alltaf til staðar. Hún býr í kyrrðinni þegar þú horfir á hafið, heyrir öldurnar hvísla og hjartað slá. Allt er eins og það á að vera þegar degi hallar. Náttúran kennir okkur að gæfan er ekki aðeins í hinu mikla, heldur einnig í hinu smáa. Augnablikið þegar þú kemur auga á dropa regns á laufblaði, finnur lykt af nýslegnu grasi, geislum sólarinnar sem falla á hafið eða í því hvernig hafið andar við ströndina. Þar finnur hjartað jafnvægi og sálin ró, það er GÆFA."
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.

Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.