Glóð
Stærð: 70x50 cm.
Tækni: Olía, málmduft, shellac, vax og blek á striga.
Glóð er glænýtt málverk eftir Söru og markar upphaf seríu með sama nafni. Fyrirbærið glóð er áhugavert út frá því hversu lengi það getur lifað við erfiðar aðstæður. Glóð geta bæði kulnað og slökknað alveg eða blossað aftur upp og orðið að báli. Þetta er táknrænt fyrir mannsandann. Hann getur verið lengi í dvala og kulda en svo lifnað aftur við og "brunnið" af ástríðu.
Málað: 2022
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.
Sara Oskarsson
Sara Oskarsson (1981) fæddist í Reykjavík og ólst upp að hluta til í Skotlandi. Sara hefur starfað sem listmálari í 20 ár. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í málun frá Edinburgh College of Art í Skotlandi árið 2012. Í dag býr Sara í Vesturbænum í Reykjavík.
Sara hefur haldið fjölmargar einkasýningar og einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Fjallað hefur verið um verkin hennar í Telegraph dagblaðinu í Bretlandi og á Arte.Tv í Frakklandi, Þýskalandi og Austur Evrópu.
Verk hennar hafa selst til listaverkasafnara um allan heim; meðal annars til Bretlands, Írlands, Frakklands, Danmörku, Indlands, Bandaríkjanna, Hollands og Ástralíu. Sara. . . Lesa meira