Margrét Kröyer er fædd á Akureyri 1967, stúdent af myndlistarbraut MA, menntaður grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri og hefur unnið við það lengi og rekið eigið fyrirtæki. Frá barnæsku hefur hún verið teiknandi, saumandi og skapandi. Hún gat setið fyrir framan málverkasafn afa og ömmu og séð allskonar og spunnið sögur. Fór snemma á myndlistasýningar og alltaf haft gott auga fyrir litum og fallegum hlutum.
Margrét var búsett í Washington DC í 5 ár og stundaði myndlistarnám m.a. við The Art League School, hjá Beverly Ryan. Í Bandaríkjunum tók hún þátt í fjölda samsýninga, vann með umboðsmönnum og viðburðafyrirtækjum,. . . Lesa meira
Margrét Kröyer er fædd á Akureyri 1967, stúdent af myndlistarbraut MA, menntaður grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri og hefur unnið við það lengi og rekið eigið fyrirtæki. Frá barnæsku hefur hún verið teiknandi, saumandi og skapandi. Hún gat setið fyrir framan málverkasafn afa og ömmu og séð allskonar og spunnið sögur. Fór snemma á myndlistasýningar og alltaf haft gott auga fyrir litum og fallegum hlutum.
Margrét var búsett í Washington DC í 5 ár og stundaði myndlistarnám m.a. við The Art League School, hjá Beverly Ryan. Í Bandaríkjunum tók hún þátt í fjölda samsýninga, vann með umboðsmönnum og viðburðafyrirtækjum, hélt nokkrar einkasýningar og seldi fjölda verka. Margrét býr nú í Ölfusi og er með vinnustofu þar.
Að búa í Washington DC gerði Margréti kleift að fara reglulega á söfn, í gallerí, á viðburði og á vinnustofur listafólks. Hún tók þátt í stórum viðburðum þar sem hún m.a. heilmálaði mannslíkama og langan timburvegg ásamt fjölda annara listamanna. Hluti af því verki hennar hangir á veitingastað í Georgetown, Washington DC.
Við upphaf verks notar Margrét meðal annars útlínur eða form líkamans sem svo taka breytingum þegar á líður. Hún fylgir huga sínum, gleymir stað og stund og verður því afraksturinn hluti af henni sjálfri og líðan hennar á þeirri stundu. Stundum fær verkið að bíða í nokkurn tíma þangað til hún nær sambandi við það aftur og klárar.
Upplifun áhorfenda er henni mikilvægari en að gefa verkum sínum nafn. Tilgangurinn er ekki að móta hugsanir fólk, heldur vekja upp tilfinningu. Það er einstaklingsbundið hvað kviknar í huga fólks tengt litum, formum, minningum og hvort það tengir við verkið.
Sýna minna