Lífsins vegir
Stærð: 30x30 cm.
35x35 cm í hvítum flotramma.
Tækni: Akrýl á striga.
Kristín Berta hefur alltaf verið heilluð af því hvernig orð og myndir tala saman og finnst henni gjarnan sem málverkin hafi sögu að segja eða þau komi með einhver skilaboð.
Þessu málverki fylgja eftirfarandi skilaboð:
Lífsins vegir
Þeir eru stundum kræklóttir
þessir lífsins vegir.
Oft er vandratað.
Stundum komumst við í ógöngur.
Þegar vegurinn er beinn er allt svo auðvelt.
Vertu vakandi og þú munt sjá
að gull og gersemar leynast víða,
fyrir þig að taka með þér.
Sums staðar stráir þú gulli í þína leið,
fyrir aðra að taka með sér.
Megir þú sjá allt glitrandi gullið
sem verður á vegi þínum.
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.
Kristín Berta
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira