Innri fegurð
Stærð: 70x70 cm.
Tækni: Akrýl og blönduð tækni á striga.
Þetta verk er málað með þeim ásetningi að áhorfandinn komist nær sínu innra sjálfi og fegurðinni innra með sér við það að horfa á myndina, vera með henni og jafnvel hugleiða með myndinni. Hringformið er einfaldasta formið af mandölum en orðið mandala táknar kjarna og "ílát" (e. container) eða það sem heldur utan um kjarnann. Veittu þínu innra lífi athygli. Taktu eftir fegurðinni innra með þér og þú gætir farið að sjá enn meiri fegurð í öðrum og í lífinu sjálfu.
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.
Kristín Berta
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira