Nýtt líf
Stærð: 40x40 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Verkið er samspil myndar, texta og ásetnings:
Nýtt líf
Í hljóðlátri kyrrð andans,
vaknar lítið ljós.
Sólarupprás hins ókomna.
Ferskur andblær og fullt af
óskrifuðum sögum.
Skref inn í hið óþekkta og nýja.
Það er hér sem draumar festa rætur.
Í frjóum jarðvegi breytinga.
Möguleikarnir endalausir og tærir.
Nýtt upphaf.
Nýr dagur.
Nýtt líf.
“Megir þú finna líf í nýjum dögum”
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.
Kristín Berta
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira