Dagmar Agnarsdóttir
Dagmar Agnarsdóttir
Dagmar Agnarsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en bjó um margra ára skeið í ýmsum löndum þriðja heimsins. Hún fór að fást við myndlist fyrir alvöru eftir að hún fluttist með fjölskyldu sinni til Kuala Lumpur í Malasíu 1999. Ári síðar fluttust þau til Bangkok í Thailandi þar sem Dagmar stundaði nám með bandaríska myndlistarmanninum William Marazzi og fleirum. Síðan fluttust þau til Jakarta í Indónesíu, þar sem Dagmar stundaði nám við Listaháskólann í Jakarta (Jakarta Institute of Fine Arts) ásamt því að nema og vinna með indónesíska málaranum og myndhöggvaranum Teguh. . . Lesa meira