
Dagmar Agnarsdóttir
Dagmar Agnarsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en bjó um margra ára skeið í ýmsum löndum þriðja heimsins. Hún fór að fást við myndlist fyrir alvöru eftir að hún fluttist með fjölskyldu sinni til Kuala Lumpur í Malasíu 1999. Ári síðar fluttust þau til Bangkok í Thailandi þar sem Dagmar stundaði nám með bandaríska myndlistarmanninum William Marazzi og fleirum. Síðan fluttust þau til Jakarta í Indónesíu, þar sem Dagmar stundaði nám við Listaháskólann í Jakarta (Jakarta Institute of Fine Arts) ásamt því að nema og vinna með indónesíska málaranum og myndhöggvaranum Teguh Ostenrik.
Í ársbyrjun 2006 fluttist Dagmar með fjölskyldunni til Nairobi í Kenya, þar sem hún hélt áfram að mála og sækja sér innblástur í umhverfið og nýja menningarheima, jafnframt því að leiðbeina upprennandi listamönnum í The Nairobi Arts Centre. Á öllum þessum stöðum hélt Dagmar sýningar á verkum sínum, ýmist ein eða ásamt fleirum.
Dagmar hefur einnig fengist við myndskreytingu bóka.
Nám og þjálfun
-
Einkanám hjá William Marazzi listmálara í Bangkok, 2001-2003, einkum í meðferð olíulita ásamt ágripum af listasögu.
-
Ýmis námskeið í Malasíu og Thailandi 1999-2003.
-
Einkanám hjá Teguh Ostenrik, listmálara og myndhöggvara, í Jakarta, Indónesíu, 2004 og 2005. Lagði þar einkum stund á módelteikningu, kol, acryl, olíu og leirlist.
-
Gestanemandi við Jakarta Institute of the Arts 2004-2005, þar hún lagði einkum stund á frekari þjálfun í meðferð vatnslita og blýants- og litateikningu.
-
Fjölbreytt námskeið og verkefni í The GoDown Arts Centre í Nairobi, Kenya, 2006-2007, þ.á.m. í tréristu, módelteikningu og kola- og blekteikningu. Kenndi einnig við Nairobi Arts Centre, einkum börnum og unglingum.
-
Myndlistaskóli Kópavogs 2008-2009: listasaga, frjáls málun og módelteikning.
-
Myndlistaskólinn í Reykjavík 2010-2013: módelteikning og módelmálun.
-
Myndlistaskóli Kópavogs 2016-2019: módelteikning og módelmálun.
Helstu einkasýningar:
2003: Neilson Hayes Library, Bangkok, Thailand.
2006: ‘Six Degrees South’ – Koi Gallery, Jakarta, Indonesia.
2007: ‚Northern Lights – Southern Suns‘ RaMoMa Gallery, Nairobi, Kenya
2010: ‚Spáðu í mig‘ – einkasýning, Gallerý Hornið, Reykjavík
2013: ‚Fólk og flæði‘ Einkasýning á Café Milano, Reykjavík
2016: Annars staðar, Einkasýning á Café Milanó, Reykjavík
2019: ‚Vinir & elskhugar‘ Einkasýning í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Reykjavík
Auk þessa hefur Dagmar tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis og sýnt olíu- og vatnslitaverk, tréristur og teikningar.