Sesselja Tómasdóttir er fædd og uppalin í Ólafsvík, þar sem Snæfellsjökull rís hæst fjalla og sólsetur og sólarupprás eru stórkostleg. Sem barn lék hún sér úti í náttúrunni, hvort sem var við sjóinn eða á fjöllum. Í uppvextinum naut hún þess að hlusta á goðsagnir um drauga, tröll og álfa.
Sesselja lauk BS-gráðu í myndmenntakennslu frá Kennaraháskóla Íslands (1991-1994) og hélt síðan rakleiðis í grunnnám við Listaháskóla Íslands (LHI) þar sem hún lauk B. Fa.-prófi árið 1999. Þegar hún var í LHÍ dvaldi hún sem skiptinemi í þrjá mánuði við Winchester School of Arts í Winchester á Englandi sem er í samstarfi við Royal Academy of Art í London. Þar naut Sesselja leiðsagnar virtra prófessorum samhliða safnaferðum til London, Amsterdam og Parísar. Sesselja er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Sesselja hefur rekið þrjú gallerí, ásamt eigin vinnustofu. Hún er einn af stofnefndum Grósku, félag myndlistarmanna í Garðarbæ. Sesselja hefur haldið fjölda einka- og samsýninga hér á landi sem erlendis. Hún var valin í Portrait nu sem er norræn portraitsamkeppni sem haldin er árlega í Friðriksborgarhöll í Danmörku.
Verk Sesselju eru innblásin af hugleiðingum hennar um traust á eigin skynjun og þeirri hugmynd að sanna þekkingu sé aðeins að finna innra með okkur sjálfum. Þekkja röddina í þínu eigin hjarta. Þora að vera hluti af öllum heiminum, sem þátttakandi í einu stóru andlegu ferli. Andleg vera sem vex upp úr sameiginlegum, óendanlega frjóum jarðvegi með virðingu og tengingu við umhverfi sitt.
Í verkum sínum málar Sesselja með olíulitum á striga og notar stundum blandaða tækni þar sem hún vinnur með ljósrit, teikningar og olíumálun. Sesselja kennir myndlist samhliða listsköpun sinni.
Einkasýningar
2009 - 2015 Karlmenn, Laugarvegi 7, Reykajvík, Ísland
2009 Mokka kaffi, Skólavörðustíg, Reykjavík, Ísland
2008 Kaffi Loki, Lokastíg, Reykjavík, Ísland
2007 Fjöruhúsið, Hellnum, Snæfellsbæ, Ísland
2006 Pakkhúsið í Ólafsvík, Ísland
2002 Kaffitár, Reykjavík, Ísland
2001 Listhús Ófeigs, Reykjavík, Ísland
2023 Bókasafn Garðabæjar
Samsýningar
2009-2013 Jónsmessusýning, Garðabæ, Ísland
2009 Listgjörningur 20 listakvenna. Garðabæ, Ísland
2009 Samsýning 18 listamanna á Garðatorgi, Garðabæ, Ísland
2008 PORTRAET NU ! Norskfolkemuseum, Bydo, Noregur
2008 PORTRAET NU ! Ljungberg artmuseum, Ljungby, Svíþjóð
2008 PORTRAET NU ! Amos Andersons listasafninu, Helsinki, Finnland
2007 PORTRAET NU ! Hafnarborg, Hafnarfirði, Ísland
2007 PORTRAET NU ! Brewer J.C Jacobsen´s Portrait Award, Fredriksborg-casle in Hilleröd Danmörku
2007 Bryggjusýning, Kopavogur, Ísland
2006 Stígamót, afmælissýning, Reykjavík, Ísland
2005 Galerie du Sofitel, Strasbourg, Frakklandi
2005 Listahátíð á Laugarvatni „Gullkistan“, Laugarvatn, Ísland
2005 Galeriazero, Barcelona, Spánn
2004 Háskólabíó, Reykajvík, Ísland
2003 Gallerí Fold, Reykjavík, Ísland
2002 Gallerí List, Reykajvík, Ísland
2001-2002 Gallerí Snegla, Reykjavík, Ísland
2001 Hótel Elborg, Snæfellsnes, Ísland
2000 Gallerí Fold, Reykjavík, Ísland
1999 Gallerí Listakot, Reykjavík, Ísland
1999 Gallerí Nema hvað, Reykjavík, Ísland
1999 „The Very Positive and Affimative Reykjavík Tea Party“, Ísland
1997 Sumargallerí Vesturgötu, Reykjavík, Ísland
Sýna minna