Að hvíla og vera
Stærð: 70x90 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Þetta verk inniheldur ásetning um að minna á það að vera og njóta í uppteknum heimi. Að finna sér stund á milli stríða til að hlaða á orkuna er nauðsynlegt öllum lifandi verum. Tré eru endalaus innblástur og það er eins og þau séu svo vitur. Eins og þau geymi sannleikann frá örófi alda um hvernig á að lifa af. Hversu oft gleymum við að stoppa og anda? Að einfaldlega vera og hlusta?
Eftirfarandi texti fylgir verkinu:
Að hvíla og vera
Í logninu á milli vindhviða, 
hægir lífið á sér. 
Þar er yndislegt að hvíla og vera. 
Þar má hlusta og heyra ákall hjartans. 
Í kyrrðinni sem breytir ásýnd alls sem er.
"Megir þú finna kyrrð og heyra ákall hjartans""
Upplag
Lesa meira.
14-day right of return
Lesa meira.
Purchase process and delivery
Lesa meira.
Home delivery or pick up
Lesa meira.
 
                    
                  Kristín Berta
  Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
 
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira
                        
 
         
         
         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                        