Notkun vefs - Leitin að verkinu sem hreyfir við þér
Leitin að verkinu sem hreyfir við þér
Ást við fyrstu sýn?
Samkvæmt nýlegri rannsókn Háskólans í London hefur það sömu áhrif á heilann að horfa á fallegt listaverk og að verða ástfangin/n.
Það getur þó verið hægara sagt en gert að finna rétta listaverkið. Hér fyrir neðan verður farið yfir hvernig Apollo art auðveldar þér leitina að verkinu sem hreyfir við þér.
Notkun vefs
Leitin að verkinu sem hreyfir við þér getur tekið tíma, sérstaklega þegar ekki er vitað hvar á að byrja. Apollo art, stafrænn vettvangur fyrir myndlist á Íslandi, auðveldar þá leit og hjálpar þér að finna rétta verkið.
Notaðu síurnar til að auðvelda leitina.
Ef þú hefur hugmynd um hverskonar verk þú ert að leitast eftir þá einfalda síurnar þér leitina. Með þeim getur þú ákveðið leitarskilyrði s.s. stærð, lögun, verðbil, stíl, þemu, tækni, liti og staðsetningu listamanns og þrengt þannig leitina að verkinu sem hentar þér.
Hér sjást síurnar á vinstri hlið.
Upplýsingar undir verki
Undir hverju verki sjást upplýsingar um stærð, undirlag og tækni. Til þess að aðstoða þig við að meta stærðina eru myndir af verkinu í "raunumhverfi". Listamenn gera sitt besta að setja verkin í umhverfi sem sýnir raunverulegu stærð þess eins vel og hægt er. Stærðir geta hins vegar verið blekkjandi á myndum og þess vegna er ráðlegt að mæla rýmið, áður en lengra er haldið.
Það getur verið gaman að lesa um listamann sem þú vilt kaupa af. Þá er einfalt að smella á nafn listamanns fyrir frekari upplýsingar. Listamenn eru einnig margir duglegir að skrifa lýsingar við verk sín. Ef þú vilt frekari upplýsingar um sögu verksins eða listamannsins hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig.
Heimamátun og skoðun
Undir hverju verki á vefnum er að finna hnappinn "Smelltu hér fyrir heimamátun eða skoðun", fyrir neðan "Setja í körfu" hnappinn sem leiðir þig á einfalda umsókn. Sjá mynd.
Grænn kassi: Smelltu til að lesa um listamann.
Rauður kassi: Staðsetning listamanns.
Blár kassi: Smelltu til að sækja um heimamátun eða skoðun.
Heimamátun er valmöguleiki fyrir öll verk á vefnum. Það er einfalt og þæginlegt ferli fyrir þá sem vilja skoða verkið með berum augum. Þegar umsókn hefur verið útfyllt fær listamaðurinn þær upplýsingar og hefur samband við fyrsta tækifæri. Í flestum tilfellum er haft samband samdægurs en það getur þó tekið lengri tíma. Því næst færir listamaðurinn þér verkið svo þú getur mátað það við heimilið. Miðað er við 48-72 klst. í mátun og er auðvitað þér að kostnaðarlausu.
Skoðun er einnig valmöguleiki fyrir öll verk á vefnum. Þú og listamaðurinn ákveðið þá í sameiningu tíma þar sem þú heimsækir vinnustofu og skoðar verkið og önnur ef þess er óskað. Það er minnsta mál að biðja um verkið í heimamátun þá og þegar viljir þú máta það við heimilið.
Val á staðsetningu
Þegar kemur að því að velja listaverk inn á heimilið eða skrifstofu þarf að hafa meira í huga en bara stílinn. Stærð og lögun listaverka skipta einnig máli, en listaverk í réttri stærð og réttum hlutföllum getur betrumbætt rými á meðan listaverk í rangri stærð getur virkað sem stílbrot. Ef þú ert ekki viss hvar skal byrja erum við með nokkrar ábendingar sem vert er að hafa í huga þegar kemur að vali á listaverki.
Stærð
Miðað er við að fylla um tvo þriðju eða þrjá fjórðu af auðu veggplássi. Sé markmiðið að skapa brennidepil fyrir ofan húsgagn, svo sem sófa eða kommóðu, er miðað við sömu hlutföll og að ofan nema miðað er við stærð húsgagnsins. Sértu ekki viss er betra að velja of stórt en of lítið. Þú vilt að listaverkið standi út og fegri herbergið. Of stórt veggpláss getur yfirþyrmt lítið verk.
Lárétt, lóðrétt eða ferningslaga?
Þegar kemur að því að ákveða hvort velja eigi lárétt, lóðrétt eða ferningslaga verk þarf að hafa lögun veggsins í huga sem og samsetningu rýmisins sem verkinu er ætlað að fegra. Lárétt verk eru oft hengd upp á auðan veggflöt, t.a.m. fyrir ofan sófa eða á bakvið borðstofuborð. Lóðrétt verk geta veitt tilfinningu fyrir stærra og opnara rými. Ferningslaga verk kalla á athygli og eru oft hengd upp sem miðpunktur herbergis.
Staðsetning
Þumalputtareglan er sú að verk séu hengd þannig að miðja verksins sé 125 til 150 sentimetra frá gólfi, sé veggurinn auður, og falli þannig í augnhæð áhorfandans. Ef ætlað er að hengja upp verk fyrir ofan sófa, rúmgafl, arinn, borð o.þ.h. þarf að huga að því að leyfa verkinu að fá smá auka rými í kringum sig.
Þá er oft miðað við að verkið hangi um 10 cm - 30 cm fyrir ofan húsgagnið.
„Salon Walls“
Ein leið til að skreyta veggi heimilisins er með því að sameina mörg verk á sama stað. Þá er hægt að sameina verk af sömu stærð og lögun fyrir rammað útlit, en einnig er hægt að blanda saman mörgum mismunandi stærðum. Þessi aðferð er gjarnan kennd við 19. öldina í Frakklandi þar sem verk voru hengd upp á stofur (e. salons) í mismunandi hæð og röð. Miðað er við að stærri verk séu hengd upp með fimm til átta sentimetra millibili og minni verk með fjögurra til fimm sentimetra millibili.