Ágúst Guðjónsson, betur þekktur sem Dúddi, er sveitastrákur þar sem foreldrar hans voru bændur. Sjálfur var hann bóndi í þó nokkur ár áður en hann lagið ástundun á mannfræðinám við Háskóla Íslands. Þaðan lá gatan svo í ljósmyndunina. Allt mjög rökrétt framhald af því sem áður var. Hann titlar sig þó ekki sem ljósmyndara heldur ljósmynda-listamann.
Myndir Dúdda flokkast margar frekar undir það að vera ljósmyndaverk frekar en ljósmyndir þar sem hann leitast ekki við að sýna hinn "raunverulega" heim í verkum sýnum. Oft eru verk hans samansett úr mörgum ljósmyndum. Á sumum þeirra er það greinilegt og flokkast þær. . . Lesa meira
Ágúst Guðjónsson, betur þekktur sem Dúddi, er sveitastrákur þar sem foreldrar hans voru bændur. Sjálfur var hann bóndi í þó nokkur ár áður en hann lagið ástundun á mannfræðinám við Háskóla Íslands. Þaðan lá gatan svo í ljósmyndunina. Allt mjög rökrétt framhald af því sem áður var. Hann titlar sig þó ekki sem ljósmyndara heldur ljósmynda-listamann.
Myndir Dúdda flokkast margar frekar undir það að vera ljósmyndaverk frekar en ljósmyndir þar sem hann leitast ekki við að sýna hinn "raunverulega" heim í verkum sýnum. Oft eru verk hans samansett úr mörgum ljósmyndum. Á sumum þeirra er það greinilegt og flokkast þær undir fantasíur. Aðrar eru raunverulegri.
Myndatökurnar hófust árið 2015 en urðu ekki nein alvara fyrr en 2017-2018 en mjög fljótt jókst áhugi á myndum hans. Fyrsta og eina einkasýningin til þessa var haldin í Akranesvita sumarið 2019 en myndir hans hafa farið víða um heiminn á samsýningar.
Ásamt samsýningum þar sem þær hafa verið hengdar upp hefur hann átt myndir á yfir 70 sýningum víðsvegar um heiminn þar sem þær hafa verið sýndar rafrænt. Einnig hafa þær verið birtar í alþjóðlegum tímaritum og netsíðum.
Valdar samsýningar:
2018: Berlin Blue Art Gallery, Berlín, Þýskalandi.
2019: Mandalay Bay Hotel, Las Vegas, USA.
2020: Almanaque fotográfica, Mexico City, Mexíkó.
2020: Berlin Blue Art Gallery, Berlín, Þýskalandi.
2020: Laurent Gallery, Melbourne, Ástralíu.
2020: The Space, Vancouver, Kanada.
2020: Kontrast Galleri, Stockholm, Svíþjóð
2021: The Photography Show, Birmingham, Bretlandi.
2021: Kontrast Galleri, Stockholm, Svíþjóð
2021: Indian Habitat Center, New Delhi, Indlandi.
2022: Agora Gallery, Manhattan, USA.
2022: Bangkok Art Culture Centre, Bangkok, Tælandi.
Sýna minna