Vera
Vera
Vera Paluskova fæddist og ólst upp í Tékklandi til ársins 2012. Vera brennur fyrir ferðalögum og náttúru og fór þá að ferðast um heiminn. Hún bjó m.a. í Nýja Sjálandi og Suðaustur-Asíu þar til hún settist að á Íslandi, fyrir um 9 árum.
Vera hafði alltaf gaman af að teikna og sá fegurðina í litlu hlutunum í kringum sig. Hún heillast af heimskautadýrum og íslensku landslagi, sem er svo ólíkt því sem hún þekkir frá Mið Evrópu, og sækir hún mikinn innblástur þaðan. Vera málar að mestu í realisma og leggur áherslu á smáatriði og lýsingu í sínum verkum.
Vera stundar nú nám í myndlist við Milan Art Institute. Í Janúar 2024 hélt hún sína fyrstu sýningu “Sálirnar á Norðurslóðum” á Hvalasafninu - Whales of Iceland.
Your Cart
Your cart is currently empty.