Sigrún Harðardóttir
Sigrún Harðardóttir
Sigrún Harðardóttir er myndlistamaður fædd í Reykjavík árið 1954. Hún býr nú í Garðabæ en hefur einnig búið og starfað í Hollandi og í Kanada. Sigrún vinnur í mismunandi miðla en hér kynnir hún málverk á striga frá síðustu árum. Verk þessi eru innblásin af íslenskri náttúru, auðn hálendisins, skófir á háheiðum, mosabreiður við lækjarsprænur og í hrauni, blómabreiður íslenskrar náttúru sem og í skrúðgörðum, skógar og gróðurs við ár og læki. Litaflæði og áferð eru í fyrirrúmi í þessum verkum sem unnin eru með áslætti á strigann eins og um hljóðfæri væri að ræða og er hrynjandi. . . Lesa meira
Haustlyng
Stærð: 70x70 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Haustlyng var sýnt í Hannesarholti 2023 á sýningunni Að Fjallabaki.
220.000 kr
Bláberjalyng
Stærð: 50x50 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Bláberjalyng var sýnt í Hannesarholti 2023 á sýningunni Að Fjallabaki.
150.000 kr
Skófir ll
Stærð: 91x121 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Skófir ll var sýnt í Hannesarholti júní 2023 á sýningunni Að Fjallabaki.
420.000 kr
Garður
Stærð: 140x140 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Garður/Garden var sýnt í Listasafni Árnesinga 2018 á sýningunni Hver/Gerði.
560.000 kr
Jónsmessa
Stærð: 140x140 cm. Tækni: Akrýl á striga. Jónsmessa varð til í gjörningi "Samtal milli Kontrabassa og Striga" á Jónsmessu 2018 í Listasafni Árnesinga. Alexandra Kjeld lék spuna á kontrabassa í samtali við áslátt Sigrúnar á strigann. Stiklu frá gjörningnum má...
520.000 kr
Alleluia I
Stærð: 140x140 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Alleluia I varð til fyrir gjörning "Samtal milli kórs og striga" í febrúar 2020. Verkið er útfærsla á hughrifum við kórverkið Alleluia eftir Martin Pipps með tilvísun í blómstrandi vor.
520.000 kr
Opus I
Stærð: 80x80 cm. Tækni: Akrýl á striga. Opus I er verk með tilvísun til tónlistar fyrsti kafli af mörgum. Verkið er unnið 2019 sem hluti af undirbúningi fyrir gjörning "Samtal milli kórs og striga" sem fluttur var í Ráðhúsi Reykjavíkur...
240.000 kr