Sigríður Jónsdóttir (Sjoddý)
Sigríður Jónsdóttir (Sjoddý)
Sjoddý (Sigríður Oddný Jónsdóttir) er alin upp á Akureyri en í dag býr hún í Hafnarfirði. Það sem einkennir flest myndverka Sjoddýar eru einföld form, myndbygging er einföld og í samspili við glaðlega liti myndast skemmtilegt samspil forma og lita á myndfletinum. Myndefni málverkanna eru form/hús, skálduð eða undir áhrifum íslenskra þorpa. Einnig málar Sjoddý myndir af landsslagi sem er skemmtileg andstæða við geometrisk form.
Eftir fjöldamörg námskeið hóf Sjoddý nám við Myndlistaskóla Akureyrar árið 2009 og lauk þaðan námi árið 2013.
Við gerð málverka sinna nota Sjoddý olíu eða akrýl á striga eða viðarplötu sem búið er að forvinna.
Sjoddý hefur haldið 2 einkasýningar og nokkrar samsýningar.
Sjávarþorp
Stærð: 20x20 cm.
22,5x22,5 cm í ramma.
Tækni: Akrýlmálverk unnið á plötu sem búið er að forvinna með gessói.
19.400 kr
Close
Your Cart
Your cart is currently empty.