
Hrönn Helgadóttir
Hrönn Helgadóttir
Hrönn Helgadóttir ólst upp í Þingeyjarsýslu til 12 ára aldurs og hefur alla tíð verið sveitastelpa. Nú býr hún í Mosfellsbænum með útsýni yfir sjóinn og Esjuna – stað sem veitir henni innblástur á hverjum degi. Alla ævi hefur hún tengst náttúrunni og dýrum og það hefur haft mikil áhrif á myndlist hennar. Í gegnum tíðina hefur hún aðallega verið að fást við olíumálverk en að undanförnu hafa vatnslitir og akrýllitir bæst við.
Hrönn hefur tekið fjölda námskeiða í myndlist, tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningu í Listasal Mosfellsbæjar árið 2007. Að mennt er hún tónlistarkona og hefur alla starfsævi sína unnið sem organisti, kórstjóri og kennari. Tónlistin hefur alltaf verið stór hluti af lífi hennar og hefur hún breiðan listrænan bakgrunn.
Your Cart
Your cart is currently empty.