Halla er fædd og uppalin í Keflavík og er hársnyrtir að mennt. Hún hefur unnið við fagið til fjölda ára. Myndlistin hefur verið henni hugleikin frá unga aldri, þar sem foreldrar hennar sáu áhugann og ýttu undir listsköpun hennar. Aðallega hefur hún fengist við abstrakt í olíu og akrýl, en síðari ár hafa fíguratív verk ratað á strigann eða á plötur, pappír og jafnvel pappa og er þá blönduð tækni þar ríkjandi. Hún er alltaf leitandi, fús til að prófa ný viðfangsefni og miðla þar sem íslensk náttúra og birta í allri sinni litadýrð. . . Lesa meira
Halla er fædd og uppalin í Keflavík og er hársnyrtir að mennt. Hún hefur unnið við fagið til fjölda ára. Myndlistin hefur verið henni hugleikin frá unga aldri, þar sem foreldrar hennar sáu áhugann og ýttu undir listsköpun hennar. Aðallega hefur hún fengist við abstrakt í olíu og akrýl, en síðari ár hafa fíguratív verk ratað á strigann eða á plötur, pappír og jafnvel pappa og er þá blönduð tækni þar ríkjandi. Hún er alltaf leitandi, fús til að prófa ný viðfangsefni og miðla þar sem íslensk náttúra og birta í allri sinni litadýrð eru áhrifavaldar. Fyrir u.þ.b. þremur árum kynntist hún grafík sem hún er afar heilluð af og víkkar þar með sjóndeildarhringinn í myndlistinni. Hún hefur sótt ótal námskeið og masterclass bæði hérlendis og erlendis og tekið þátt í fjölda sýninga.
Nám
Myndlistarskóli Kópavogs, málstofa hjá Bjarna Sigurbjörnssyni, Lifandi módelmálun hjá Stephen L. Stepens.
Námsekið innanlands
2017-2020: Grafík hjá Elvu Hreiðarsdóttur.
2017-2019: Akrýlmálun hjá Önnu Gunnlaugsdóttur.
2015: Olíumálun hjá Þorgrími Andra Einarssyni.
2014: Olíumálun hjá Kristbergi Ó. Péturssyni.
2009-2013: Olíumálun hjá Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni.
2009-2012: Frjáls málun hjá Bjarna Sigurbjörnssyni.
2010: Still Life olíumálun hjá Pétri Gaut.
2008: Módelteikning hjá Jóni Ágústi Pálmasyni.
2007: Olíumalun hjá Einari Hákonarsyni.
2006-2007: Olíumálun og listasaga hjá Þuríði Sigurðardóttur.
2006: Blönduð tækni hjá Hermanni Árnasyni.
2006: Vatnslitir hjá Eiríki Smith.
2005: Oíumálun hjá Sossu.
1998-2005: Baðstofan, kennarar Kristinn Pálmason, Sossa, Ingunn Eydal og Margrét Jónsóttir.
1994: Olíumálun hjá Margréti Jónsdóttur.
Námskeið erlendis
Masterclass í grafík og málun í Póllandi hjá Serhiy Savchenko, Vasil Savchenko og Kamilla Berndska.
Kunsthöjskulen í Danmörkun í málun há Peter Carson.
Masterclass í grafík og málun í Slóveníu hjá Serhiy Savchenko, Vasil Savchenko og Eduard Belsky.
Sýningar
2019: "Helgimyndir", Safnaðarheimili Kópavogskirkju (samýning).
2019: "Ljósanótt", Reykjanesbæ (einkasýning).
2017: Art67, Reykjavík.
2015: "Fer Hyrningur", Ljósanótt Reykjanesbæ (samýning).
2013: "Gengið í bæinn", Flughótel Reykjanesbæ (samsýning).
2013: Skógarhlíð, Reykjavík, (einkasýning).
2012-2013: Opin vinnustofa, Vatnsnesi i Reykjanesbæ.
2012: "Allt eða Ekkert" í Listasafni Reykjanesbæjar (samsýning).
2011: "Fléttur", Ljósanótt Reykjanesbæ (einkasýning).
2010: "Ellefu konur og einn karl", Listasmiðjani Reykjanesbæ (samsýning).
2010: "Myndlist og vísnavinir", Listasmiðjan Reykjanesbæ (samsýning).
2008: "Spirall", Svarta Pakkhúsið, Reykjanesbæ (samsýnng).
2006: "Tvist og bast", Ljósanótt í Reykjanesbæ (einkasýning).
Sýna minna