Hljómleikarnir
Stærð: 120x170 cm.
Tækni: Olía á striga.
"Hvítibjörn kann ekkert að spila á áttstrengja mandólínbanjóið sitt en hefur gaman af því að láta óvitana (sem sumir eru komnir langt að) dást að hæfileikum sínum, en Gamla vitra Snæugla sér í gegnum allt og hlær dátt að öllu saman."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Lýður Sigurðsson
Lýður Sigurðsson er fæddur á bænum Glerá í Kræklingahlíð við Akureyri. Hann er húsgagnasmiður að mennt og útskrifaðist frá Iðnskólanum á Akureyri. Hann sótti ýmis myndlistarnámskeið meðal annars í Myndlistarskólanum á Akureyri. Eftir að Lýður flutti til Reykjavíkur 1982 stundaði hann nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, m.a. undir leiðsögn Hrings heitins Jóhannessonar. Hann hefur að auki tekið þátt í fjölda samsýninga. Myndir Lýðs eru í súrrealískum stíl.
Lýður er félagi í SÍM og hefur lengi verið virkur á myndlistarsviðinu. Hann hélt einkasýningu í Gallerí Háhól á Akureyri 1977 og í Iðnskólanum á Akureyri 1982. Árið 1987 hélt hann einkasýningu á. . . Lesa meira