Climb the mountains to see the world #1
Stærð: 50x50 cm.
Tækni: Eftirprent á pappír (Museum Heritage 310 gsm).
Upplag: 50 eintök.
Listaverkaeftirprent af upprunarlegu verki listamanns. Gefið út í 50 tölusettum og árituðum eintökum.
Ath: Selst ekki í ramma.
"Verkið dregur innblástur sinn af tign og fegurð fjallanna, sem í senn endurspegla mátt náttúrunnar og mannlegrar tilveru. Fjöllin eru tákn fyrir dulúð, óvissu, ást og hetjudáð, fyrir þau innri og ytri ferðalög sem móta líf mannsins. Ótroðnar slóðir fjallanna minna á ófyrirsjáanleika lífsins og þá þrautseigju sem þarf til að feta eigin veg. Hvert okkar ber sín fjöll, klífur sína tinda, en í öllum þeim áskorunum má finna fegurðina sem fylgir vegferðinni sjálfri."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Snædís Högnadóttir
Snædís Högnadóttir eða SOGNA er fædd í Vestmannaeyjum en uppalin í Kópavogi. Hún kemur af listamannafjölskyldu og hefur listin alltaf verið í henni. Sem barn teiknaði hún mikið, málaði, skrifaði ljóð og sögur og hannaði föt. Þegar sköpunarhæfileikum er ekki sinnt mun þörfin alltaf brjótast fram á einhverjum tímapunkti í lífi listamannsins og hefur Snædís farið aftur í að rækta sköpunarhæfileikana.
Snædís sækir innblástur úr litum og fegurð náttúrunnar, úr fjöllunum, lífsreynslunni og tilfinningum. Náttúran er stórkostlega mögnuð og vill hún skapa verk sem hver og einn getur tengt við á sinn hátt. . . Lesa meira
