Gos í gróandanum
Stærð: 36x28 cm.
50x40 cm í kartoni.
Tækni: Vatnslitir á pappír.
"Sprengikraftur í frjósemi náttúrunnar er oft hulinn. Fræ geta skotist langar leiðir þegar hýði þeirra springur, önnur losa sig varlega og ferðast um með því að svífa í loftinu langa lengi, rétt eins og ilmur blómanna liðast um fyrir vitum okkar."
Ath: Selst ekki í ramma.
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Sigrún Ása Sigmarsdóttir
Sigrún Ása Sigmarsdóttir (1957) nýtur þess að fara í Grasagarðinn, ferðast um heiminn, sauma út og sauma í vél, gera við hluti, elska fólkið sitt, eiga samræður og læra alls konar nýtt. Hún er í hjarta sínu barnabókavörður, enda mikilvægasta vinnan á starfsferlinum, rak eitt sinn heildverslun og var upplýsingafræðingur hjá Mbl og Rúv. Er líka Zentangle/flæðiflúr/teiknidútl leiðbeinandi.
Myndlistarferillinn hóf að blómstra við 63 ára aldurinn en Sigrún hefur sótt námskeið hjá nokkrum kennurum. Rauði þráðurinn í verkunum er náttúruleg form. Þar er sterk vísun í lífrænan plöntuheim, hið smágerða og fínlega er kallað fram með notkun sterkra lita og. . . Lesa meira