Sigrún Ása Sigmarsdóttir (1957) nýtur þess að fara í Grasagarðinn, ferðast um heiminn, sauma út og sauma í vél, gera við hluti, elska fólkið sitt, eiga samræður og læra alls konar nýtt. Hún er í hjarta sínu barnabókavörður, enda mikilvægasta vinnan á starfsferlinum, rak eitt sinn heildverslun og var upplýsingafræðingur hjá Mbl og Rúv. Er líka Zentangle/flæðiflúr/teiknidútl leiðbeinandi.
Myndlistarferillinn hóf að blómstra við 63 ára aldurinn en Sigrún hefur sótt námskeið hjá nokkrum kennurum. Rauði þráðurinn í verkunum er náttúruleg form. Þar er sterk vísun í lífrænan plöntuheim, hið smágerða og fínlega er kallað fram með notkun sterkra lita og. . . Lesa meira
Sigrún Ása Sigmarsdóttir (1957) nýtur þess að fara í Grasagarðinn, ferðast um heiminn, sauma út og sauma í vél, gera við hluti, elska fólkið sitt, eiga samræður og læra alls konar nýtt. Hún er í hjarta sínu barnabókavörður, enda mikilvægasta vinnan á starfsferlinum, rak eitt sinn heildverslun og var upplýsingafræðingur hjá Mbl og Rúv. Er líka Zentangle/flæðiflúr/teiknidútl leiðbeinandi.
Myndlistarferillinn hóf að blómstra við 63 ára aldurinn en Sigrún hefur sótt námskeið hjá nokkrum kennurum. Rauði þráðurinn í verkunum er náttúruleg form. Þar er sterk vísun í lífrænan plöntuheim, hið smágerða og fínlega er kallað fram með notkun sterkra lita og áferðar. “Leikur og list er leið til að vaxa og segja nýjar sögur um tilveru mína. Sterk tenging við náttúruna vekur stöðuga forvitni, undrun, vellíðan og gefur innblástur. Sköpunin birtist með ljóðum, vatnslitum, útsaumi, teikningu, málverki og margvíslegum aðferðum og verkfærum, ég æfi mig, reyni nýja hluti, leik mér og læri. Mig langar að fólk taki eftir upplyftingu og litagleði í huga sínum, að verkin mín geri öðrum kleift að finna það sem ég finn, gleði í vakandi vitund.”
2020 Bókasafn Kópavogs, einkasýning
2021 Veggurinn/Skúmaskot, einkasýning
2022 Hæðargarður, samsýning
2023 Veggurinn/Skúmaskot, einkasýning
2024 Sundlaug Akureyrar, einkasýning
2024 Borgarbókasafn Spönginni, einkasýning
Sýna minna