Laufey Konný Guðjónsdóttir
Laufey Konný Guðjónsdóttir
Konný er fædd í Reykjavík 1960 en ólst að mestu leyti upp í Hafnarfirði. Hún hefur verið búsett frá árinu 1982 í Vestmannaeyjum. Konný hafði mjög gaman að því að teikna sem barn, en fór ekki að læra myndlist fyrr en á fullorðinsárum. Árið 1994 byrjaði hún hjá Sigurfinni Sigurfinnssyni, myndlistakennara, ári síðan fór hún í Myndlistaskóla Steinunnar Einarsdóttur, einnig tók hún kolateikningu hjá Bjarna Ólafi Magnússyni og Listasmiðju hjá Visku þar sem kennari var Gíslína Dögg Bjarkadóttir. Einnig hefur hún tekið nokkur styttri námskeið hjá Sossu, Víði Mýrmann, Þorgrími Andra og Uu Von.. . . Lesa meira
Sumarengi
Stærð: 80x60 cm.
84,5x64,5 cm í ramma.
Tækni: Akrýl á striga í ljósum flotramma.
70.000 kr
Jörð
Stærð: 60x80 cm. Tækni: Olía á striga. Um verkið segir listamaður: "Oftast er talað um Höfuðskepnurnar fjórar eða frumefnin fjögur sem voru talin vera jörð, vatn, loft og eldur. Empedókles var fyrstur til að halda því fram að eldur, loft, vatn og...
70.000 kr
Landsins fjötrar
Stærð: 85x110 cm. Tækni: Olía á segldúk sett á blindramma. Hugmyndin á bakvið verkið er að fossar og lækir eru eins og fjötrar um landið. Verkið er síðan málað í litum íslenska fánans. Spurning er hvort þjóðarstolt geti verið fjötur...
120.000 kr