Halldóra Kristín Pétursdóttir (Hdóra) er fædd á Selfossi árið 1975, en ólst upp bæði í Hafnarfirði og á Suðurlandi. Halldóra útskrifaðist úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ árið 1997 og hefur búið bæði í Bandaríkjunum og á Ítalíu, þar sem hún lagði stund á nám, m.a. litafræði og vatnslitamálun hjá listakonu af indjánaættum í Oklahoma.
 Sem listakona notar hún mismunandi miðla, svo sem olíu, akrýl, vatnsliti, blek, leir, þrykk og fleira. Halldóra sækir innblástur sinn víða, meðal annars úr síbreytilegri og fallegri íslenskri náttúru. Landslagsmyndir sínar, málaðar með olíu á striga, hefur hún unnið að síðan 1996 og haldið sýningar á þeim. . . Lesa meira
                        
 
                        
                          Halldóra Kristín Pétursdóttir (Hdóra) er fædd á Selfossi árið 1975, en ólst upp bæði í Hafnarfirði og á Suðurlandi. Halldóra útskrifaðist úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ árið 1997 og hefur búið bæði í Bandaríkjunum og á Ítalíu, þar sem hún lagði stund á nám, m.a. litafræði og vatnslitamálun hjá listakonu af indjánaættum í Oklahoma.
Sem listakona notar hún mismunandi miðla, svo sem olíu, akrýl, vatnsliti, blek, leir, þrykk og fleira. Halldóra sækir innblástur sinn víða, meðal annars úr síbreytilegri og fallegri íslenskri náttúru. Landslagsmyndir sínar, málaðar með olíu á striga, hefur hún unnið að síðan 1996 og haldið sýningar á þeim víðs vegar um landið.
Hún hefur lagt stund á myndlist bæði í Bandaríkjunum, í Róm á Ítalíu og hér heima á Íslandi. Þá hefur hún einnig haldið bæði námskeið og sýningar víða. Verk hennar er að finna í einkasöfnum víða um heim, þar á meðal á Íslandi, Ítalíu, í Kanada, Bandaríkjunum og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt. Halldóra er meðlimur í Vatnslitafélagi Íslands.
Einkasýningar:
2007 Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfjörður 
2014 Vinnustofa Garðatorgi, Garðabær 
2014 Menningarhús Ölfus 
2015 Vinnustofa Garðatorgi, Garðabær 
2016 Opin vinnustofa "Flæði", Garðabær 
2018  Opin vinnustofa "Landslag" Garðabær
Samsýningar:
1992 Flensborg, Hafnarfjörður 
1993 TCC, Tulsa Oklahoma, USA 
1996 Garðatorg, Garðabær 
1997 Fjölbrautarskólinn í Garðabæ, Garðabær 
2024 Jónsmessusýning Grósku, Garðatorgi, Garðabær

                          Sýna minna