VONARLJÓS
Stærð: 57x140 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Verkið VONARLJÓS fangar kjarna vonarinnar. VONARLJÓS birtist úr grófu landslagi sem táknar hvernig þrautseigja leiðir að lokum til árangurs og uppskeru. Andstæðan á milli hulins landslags og ljóss er áminning um að þrátt fyrir óvissu og áskoranir felst ferðalagið í að gefast aldrei upp því skref fyrir skref færumst við áfram veginn. VONARLJÓS hvetur áhorfandann til að faðma ferðina framundan þótt torfær sé og treysta á VONARLJÓSIÐ sem lofar nýju upphafi og bjartari sjóndeildarhring."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.