VINAÞEL
Stærð: 80x120 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
"Tvö fjöll standa saman órjúfanleg, hlið við hlið, með óbilandi samstöðu gegn veðurharðindum lífsins. Þau mæta óveðrinu saman, njóta sólseturs og árstíða. Í trausti þeirra felst skjól og styrkur gegn hverri áskorun, gleði og sorg. Þau eru traust tákn sannrar vináttu, varanleika, tryggð og sameiginlegs styrks. Þau sýna hvað sameinað viðhorf og stuðningur geta staðist og sigrað allt sem lífið færir.
Fjöllin eru stækkuð brot úr Ljósufjöllum á Snæfellsnesi."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.

Unnur Guðný (UGG)
Unnur Guðný María (UGG) er fædd og uppalin í Reykjavík. Efnistökin eru olía og akrýl á striga en litapallettan kemur úr náttúru Íslands sem er einmitt helsta viðfangsefni hennar. Unnur stundaði nám í myndlist (olíumálun, portrait, tækniteikningu ofl.) bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk Unnar eru mörg sveipuð dulúð og kyrrð og flest vísa í verk eldri íslenskra ljóðskálda.