Vex í klettaskorum
Stærð: 40x30 cm.
49x39 cm í kartoni.
Tækni: Akrýl, vatnslitir og blek á 300g kaldpressaðan pappír.
"Þegar ferðast er um heiminn og teknar ljósmyndir af litríkum gróðri sem þrýstir sér fram og upp á ólíklegustu stöðum þá vekur það furðu okkar sem búum við meiri berangur. Á utanverðum veggjum "klettakirkjunnar" í Helsinki eru plöntur sem blómstra ríkulega. Ferð með góðum vinum að skoða kirkjuna að innan og utan og líka að ofan er kveikjan að þessu verki. Síðsumar gefur litrík blóm."
Ath: Selst ekki í ramma.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.

Sigrún Ása Sigmarsdóttir
Sigrún Ása Sigmarsdóttir (f. 1957) er búsett í Kópavogi. Hún hefur sótt námskeið hjá ýmsum listamönnum og er félagi í Vatnslitafélagi Íslands. Gegnum tíðina hefur hún útfært hugmyndir sínar í alls kyns handverki og eftir hana hefur komið út ein ljóðabók, Siffon og damask, 2018. Hún hefur fært sig á nýjar slóðir með aldrinum og vinnur nú með markvissari hætti við það sem henni er svo eðlislægt, myndlistin fær stærri sess. Hún veitir einstakt tækifæri til að takast á við streitu, sorg og gleði hversdagsins meðan unnið er. Tilfinning ræður hvernig verkin flæða fram og verða til án forskriftar þar. . . Lesa meira