Tilfinningasjór
Stærð: 40x30 cm.
Tækni: Blönduð tækni á striga.
Tilfinningum er gjarnan líkt við öldur. Sumar vagga okkur blítt en aðrar eru eins og brotsjór sem skellur harkalega á okkur. Vænlegast er að taka á móti þeim tilfinningum sem við finnum fyrir og leyfa þeim að sitja með okkur í stað þess að bæla þær niður. Þegar við gerum það þurfum við að heyra hvíslið innra með okkur, við heyrum í tilfinningunum og þeim skilaboðum sem þær bera.
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Kristín Berta
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira