Sólarlag
Stærð: 40x40 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Njóttu sólarlagsins, taktu inn litina og þakkaðu fyrir sérhvert augnablik, sérhvern andardrátt sem þér og þínum er gefinn. Tré eru gjarnan sögð tákn fyrir lífið sjálft og tengingu við alheiminn. Tré tákna visku, fjölskyldutengsl, vöxt, frjósemi og síðast en ekki síst styrk. Listamaðurinn sækir sjálfur næringu og innblástur til trjánna. Bleiku trjá málverkin voru máluð með bleikan október í huga. Þau voru máluð til að heiðra sterkar konur í lífi listamannsins sem hafa þurft að takast á við krabbamein á sínu ferðalagi um lífið. Liturinn er með vísun í lit bleiku slaufunnar sem hefur verið tileinkuð baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Þessi mynd eru máluð til heiðurs þessum konum, lífinu sjálfu, sorgum og sigrum. Litir tákna mismunandi hluti fyrir mismunandi fólki og í mismunandi menningarheimum. En í litafræði er bleiki liturinn oft sagður tengjast náttúrunni og því talinn hafa róandi áhrif. Andleg og trúarleg merking litsins er meðal annars alheimsást, hjarta opnun og skilyrðislaus ást og hann því sagður geta mýkt erfiðar tilfinningar. Guli liturinn er svo aftur sagður tákna hamingju og bjartsýni.
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Kristín Berta
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira