Rauðbeðuboð
Stærð: 29x21 cm.
40x30 cm í kartoni.
Tækni: Akrýl, vatnslitir og blek á vatnslitapappír.
"Rauðrófur í allri sinni dýrð eru sterklitaðar, næringarríkar, bragðmiklar og notast til litunar, lækninga og fleira. Þær leyna sér ekki því sé ögn af rauðrófu í salatinu, undir eða í bland, þá sést það langar leiðir, rauðbrugðið mynstur verður til."
Ath: Selst ekki í ramma.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.

Sigrún Ása Sigmarsdóttir
Sigrún Ása Sigmarsdóttir (f. 1957) er búsett í Kópavogi. Hún hefur sótt námskeið hjá ýmsum listamönnum og er félagi í Vatnslitafélagi Íslands. Gegnum tíðina hefur hún útfært hugmyndir sínar í alls kyns handverki og eftir hana hefur komið út ein ljóðabók, Siffon og damask, 2018. Hún hefur fært sig á nýjar slóðir með aldrinum og vinnur nú með markvissari hætti við það sem henni er svo eðlislægt, myndlistin fær stærri sess. Hún veitir einstakt tækifæri til að takast á við streitu, sorg og gleði hversdagsins meðan unnið er. Tilfinning ræður hvernig verkin flæða fram og verða til án forskriftar þar. . . Lesa meira