Náttskógur
Stærð: 35x45 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Tré eru töfrum líkust. Það er léttara að anda í kringum tré og að ganga um í náttúrinni innan um þau endurnýjar lífsorkuna. Enda má segja að tré séu sannkallaðir lífgjafar fyrir jörðina og þá sem á henni búa. Tré að kvöldlagi er eitthvað sem skapar töfra. Að horfa upp í tré og trjágreinar og njóta þess að drekka í sig fegurðina er kærkomin núvitund í heimi sem er bæði súr og sætur.
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Kristín Berta
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Áhugi hennar á myndlist kviknaði í barnæsku þegar hún sótti hin ýmsu námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur með hléum allar götur síðan sótt myndlistarnámskeið og þá aðallega í olíumálun t.d. hjá Þorra Hringssyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Þuríði Sigurðardóttur, Einari Hákonarsyni og svo námskeið í blandaðri tækni hjá Hermanni Árnasyni auk fleiri námskeiða í akrýl málun og blandaðri tækni.
Í dag notar Kristín Berta. . . Lesa meira